Ánægð með tóninn í grein Bjarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. maí 2015 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira