Vilja ábendingar um „kettlingamyllur“ og síendurtekin got Eiður Þór Árnason og Lovísa Arnardóttir skrifa 25. júní 2025 09:53 Helena með hundinum Gormi í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum þar sem Dýraþjónusta Reykjavíkur er staðsett. Aðsend Deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur vill að kattasamþykkt Reykjavíkur verði endurskoðuð þannig að meira samræmi sé til dæmis um geldingu læða og fressa. Hún segir fólk verða að fræða sig betur um þá skuldbindingu sem fylgir gæludýrahaldi áður en það fær sér gæludýr. Eins og fyrri ár er allt að fyllast í athvörfum af hundum og köttum sem fólk vill ekki eiga. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar síðustu helgi að Kattholt væri yfirfullt af heimilislausum kisum. Rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Villikettir sendu frá sér neyðarkall í síðasta mánuði vegna fjölda katta sem þá voru komin til þeirra. „Þetta kemur alltaf í bylgjum eins og allt hjá okkur. Á vorin eru þetta alltaf ungarnir sem eru að klekjast út og á sumrin eru þetta mjög mikið gæludýramál. Það virðist vera eins og það sé frekar mikil aukning alltaf á sumrin í því að fólk sé að losa sig dýr og þá helst ketti. Það er alveg til í spilinu með hundana líka,“ segir Helena Gylfadóttir, deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir þau í miklu samstarfi við bæði Dýrahjálp Íslands og Kattholt. Þó Dýraþjónustan sé starfandi í Reykjavík hafi þau verið að taka við dýrum úr öðrum sveitarfélögum og Dýrahjálpin hafi þá aðstoðað þau við að koma þeim á heimili. „Á hverju einasta ári fáum við inn alveg gífurlegt magn af bæði hundum og köttum og ýmsum öðrum gæludýrum sem þarf að finna nýtt heimili. Við höfum alveg lent í því, og við lentum oft í því í fyrra til dæmis, þar sem það var bara yfirfullt hjá Kattholti og þær gátu ekkert tekið við hjá okkur. Þá sjáum við um kettina þangað til þeim er komið fyrir á nýju heimili.“ Árlegur viðburður Helena er ekki með tölur til að bera saman við fyrri ár en segir þetta árlegan viðburð. „Ég veit ekki alveg hvort ég þori eitthvað að staðhæfa að þetta sé einhver gígantísk aukning en þetta er bara alltaf svona á sumrin. Það er brjálað að gera í þessum gæludýramálum og við erum að fara í mörg útköll á dag yfir hundum, köttum, kanínunum, öllu mögulegu sem tengist þessu, með lausagöngu eða að fólk heldur að köttur sé á vergangi.“ Helena er mikill dýravinur og finnst fólk þurfa að hugsa sig vel um áður en það fær sér gæludýr. Aðsend Helena sér um samfélagsmiðla Dýraþjónustunnar og segist því, í því starfi, verða mjög vör við auglýsingar frá fólki sem er að reyna að losa sig við hunda eða ketti. „Mér finnst þetta ofboðslega sorglegt, fyrir mér er þetta auka fjölskyldumeðlimur. Það er ekkert grín að fá sér gæludýr. Þetta er skuldbinding og gífurleg vinna,“ segir Helena. Helena segist meðvituð um það að það geti verið tilfelli þar sem fólk þarf að losa sig við gæludýr vegna til dæmis ofnæmis sem ekki hafi verið vitneskja um áður. En oftast sé það hreinlega þannig að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil skuldbinding það er og fái sér gæludýr án þess að vera nægilega vel undirbúin. Of sein að bóka á hótel Aukningin hjá þeim komi á sumrin, þegar fólk fer í sumarfrí, og það sé greinilegt að fólk viti ekki hvað það eigi að gera við dýrin. Í staðinn fyrir að koma þeim fyrir í pössun eða á hóteli þá losi þau sig við dýrin af heimilinu. Vandamálið sé þá að fólk hugsi ekki nægilega snemma út í það að koma dýrinu fyrir og þegar þau svo athuga stöðuna á hóteli, til dæmis, geti verið að allt sé fullt. Þá viti fólk ekki hvað þau eigi að gera. Helena segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að sama hvaða gæludýr er um að ræða þá þarf einhver að kíkja á dýrið á meðan eigandinn er fjarverandi eða koma dýrinu fyrir á viðeigandi hóteli á meðan. Í starfi sínu á samfélagsmiðlum Dýraþjónustunnar segist Helena einnig verða vör við það að sama fólkið auglýsi endurtekið að þau séu með kettlinga. Hún segir þetta ekki í lagi og í raun mikið vandamál. Það sé skýrt í kattasamþykkt Reykjavíkurborgar að ógeldir fresskettir megi ekki vera úti eftir sex mánaða aldur. Til að hann geti verið útiköttur verði að gelda hann en það sé alls ekki algilt að fólk fari eftir þessu. Samræming kattasamþykktar Hún segir Dýraþjónustuna hafa takmarkaða getu eða heimild til að taka á þessu nema það komi bein kvörtun. Þá geti þau rætt við viðkomandi dýraeiganda. Ef eigandinn neitar þá tilkynni þau það til Matvælastofnunar. „Við höfum engar sektunarheimildir eða heimildir til að taka dýrið og láta gelda. Það eru engar heimildir hjá okkur til að aðhafast neitt en við viljum fá ábendingarnar.“ Helena telur að það væri gott að yfirfara samþykktina og taka það til skoðunar hvort það eigi að taka fram að læður þurfi að vera geldar eins og fress ef þær ætli að vera úti. Þannig væri meira samræmi. „Það er gerð krafa á þá sem eiga högna eða fress en engin krafa á þær sem eiga læður. Ef fólk veit af því að fólk er að stunda kettlingamylludæmi og láta læðurnar eignast kettlinga síendurtekið þá það mál sem þarf að koma til Matvælastofnunar með ábendingu.“ Helena segir Dýrahjálpina vinna gott starf en það sé allt unnið í sjálfsboðastarfi. Stundum láti Dýraþjónustan frá sér dýr beint til fólks en henni þyki það öruggara í gegnum Dýrahjálpina því þar séu gerðar ýmsar kröfur um til dæmis geldingu og örmerkingu. Það sé eftirfylgni sem skipti miklu máli. Hún segir draum fyrir Dýraþjónustuna að geta sinnt þessu en það sé ekki fjármagn eins og stendur. Þess vegna vinni þau þetta svona náið með Dýrahjálpinni og Kattholti. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Hundar Kettir Gæludýr Tengdar fréttir Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. 18. júlí 2024 22:08 „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Við ætlum að vera með uppboð fyrir sjúkrasjóð villikatta á Ísland, við erum bara í vandræðum því að sjúkrasjóðurinn er uppurinn,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu og kattakona númer eitt en um helgina stendur til að halda uppboð. 12. desember 2024 11:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar síðustu helgi að Kattholt væri yfirfullt af heimilislausum kisum. Rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Villikettir sendu frá sér neyðarkall í síðasta mánuði vegna fjölda katta sem þá voru komin til þeirra. „Þetta kemur alltaf í bylgjum eins og allt hjá okkur. Á vorin eru þetta alltaf ungarnir sem eru að klekjast út og á sumrin eru þetta mjög mikið gæludýramál. Það virðist vera eins og það sé frekar mikil aukning alltaf á sumrin í því að fólk sé að losa sig dýr og þá helst ketti. Það er alveg til í spilinu með hundana líka,“ segir Helena Gylfadóttir, deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir þau í miklu samstarfi við bæði Dýrahjálp Íslands og Kattholt. Þó Dýraþjónustan sé starfandi í Reykjavík hafi þau verið að taka við dýrum úr öðrum sveitarfélögum og Dýrahjálpin hafi þá aðstoðað þau við að koma þeim á heimili. „Á hverju einasta ári fáum við inn alveg gífurlegt magn af bæði hundum og köttum og ýmsum öðrum gæludýrum sem þarf að finna nýtt heimili. Við höfum alveg lent í því, og við lentum oft í því í fyrra til dæmis, þar sem það var bara yfirfullt hjá Kattholti og þær gátu ekkert tekið við hjá okkur. Þá sjáum við um kettina þangað til þeim er komið fyrir á nýju heimili.“ Árlegur viðburður Helena er ekki með tölur til að bera saman við fyrri ár en segir þetta árlegan viðburð. „Ég veit ekki alveg hvort ég þori eitthvað að staðhæfa að þetta sé einhver gígantísk aukning en þetta er bara alltaf svona á sumrin. Það er brjálað að gera í þessum gæludýramálum og við erum að fara í mörg útköll á dag yfir hundum, köttum, kanínunum, öllu mögulegu sem tengist þessu, með lausagöngu eða að fólk heldur að köttur sé á vergangi.“ Helena er mikill dýravinur og finnst fólk þurfa að hugsa sig vel um áður en það fær sér gæludýr. Aðsend Helena sér um samfélagsmiðla Dýraþjónustunnar og segist því, í því starfi, verða mjög vör við auglýsingar frá fólki sem er að reyna að losa sig við hunda eða ketti. „Mér finnst þetta ofboðslega sorglegt, fyrir mér er þetta auka fjölskyldumeðlimur. Það er ekkert grín að fá sér gæludýr. Þetta er skuldbinding og gífurleg vinna,“ segir Helena. Helena segist meðvituð um það að það geti verið tilfelli þar sem fólk þarf að losa sig við gæludýr vegna til dæmis ofnæmis sem ekki hafi verið vitneskja um áður. En oftast sé það hreinlega þannig að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil skuldbinding það er og fái sér gæludýr án þess að vera nægilega vel undirbúin. Of sein að bóka á hótel Aukningin hjá þeim komi á sumrin, þegar fólk fer í sumarfrí, og það sé greinilegt að fólk viti ekki hvað það eigi að gera við dýrin. Í staðinn fyrir að koma þeim fyrir í pössun eða á hóteli þá losi þau sig við dýrin af heimilinu. Vandamálið sé þá að fólk hugsi ekki nægilega snemma út í það að koma dýrinu fyrir og þegar þau svo athuga stöðuna á hóteli, til dæmis, geti verið að allt sé fullt. Þá viti fólk ekki hvað þau eigi að gera. Helena segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að sama hvaða gæludýr er um að ræða þá þarf einhver að kíkja á dýrið á meðan eigandinn er fjarverandi eða koma dýrinu fyrir á viðeigandi hóteli á meðan. Í starfi sínu á samfélagsmiðlum Dýraþjónustunnar segist Helena einnig verða vör við það að sama fólkið auglýsi endurtekið að þau séu með kettlinga. Hún segir þetta ekki í lagi og í raun mikið vandamál. Það sé skýrt í kattasamþykkt Reykjavíkurborgar að ógeldir fresskettir megi ekki vera úti eftir sex mánaða aldur. Til að hann geti verið útiköttur verði að gelda hann en það sé alls ekki algilt að fólk fari eftir þessu. Samræming kattasamþykktar Hún segir Dýraþjónustuna hafa takmarkaða getu eða heimild til að taka á þessu nema það komi bein kvörtun. Þá geti þau rætt við viðkomandi dýraeiganda. Ef eigandinn neitar þá tilkynni þau það til Matvælastofnunar. „Við höfum engar sektunarheimildir eða heimildir til að taka dýrið og láta gelda. Það eru engar heimildir hjá okkur til að aðhafast neitt en við viljum fá ábendingarnar.“ Helena telur að það væri gott að yfirfara samþykktina og taka það til skoðunar hvort það eigi að taka fram að læður þurfi að vera geldar eins og fress ef þær ætli að vera úti. Þannig væri meira samræmi. „Það er gerð krafa á þá sem eiga högna eða fress en engin krafa á þær sem eiga læður. Ef fólk veit af því að fólk er að stunda kettlingamylludæmi og láta læðurnar eignast kettlinga síendurtekið þá það mál sem þarf að koma til Matvælastofnunar með ábendingu.“ Helena segir Dýrahjálpina vinna gott starf en það sé allt unnið í sjálfsboðastarfi. Stundum láti Dýraþjónustan frá sér dýr beint til fólks en henni þyki það öruggara í gegnum Dýrahjálpina því þar séu gerðar ýmsar kröfur um til dæmis geldingu og örmerkingu. Það sé eftirfylgni sem skipti miklu máli. Hún segir draum fyrir Dýraþjónustuna að geta sinnt þessu en það sé ekki fjármagn eins og stendur. Þess vegna vinni þau þetta svona náið með Dýrahjálpinni og Kattholti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Hundar Kettir Gæludýr Tengdar fréttir Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. 18. júlí 2024 22:08 „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Við ætlum að vera með uppboð fyrir sjúkrasjóð villikatta á Ísland, við erum bara í vandræðum því að sjúkrasjóðurinn er uppurinn,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu og kattakona númer eitt en um helgina stendur til að halda uppboð. 12. desember 2024 11:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. 18. júlí 2024 22:08
„Sá síðasti dó á þessu ári“ „Við ætlum að vera með uppboð fyrir sjúkrasjóð villikatta á Ísland, við erum bara í vandræðum því að sjúkrasjóðurinn er uppurinn,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu og kattakona númer eitt en um helgina stendur til að halda uppboð. 12. desember 2024 11:00