Meirihluti vill stöðva málþóf á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:06 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefur verið framarlega í flokki þeirra sem tala gegn bókun 35 á Alþingi. Flestir telja þá umræðu einkennast af málþófi og að það sé sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Vísir/Vilhelm Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál. Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum. Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum.
Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02