Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Oddur Ævar Gunnarsson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2025 22:02 París Anna Bergmann fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrar segir ungmenni gáttuð á samráðsleysi bæjarins. Vísir/Sigurjón Ungmenni á Akureyri eru gáttuð á samráðsleysi bæjarstjórnar vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðva í bænum. Fulltrúi ungmennaráðs Akureyrar segir breytingunum fylgja mikil óvissa og óttast um afdrif félagsmiðstöðva í bænum. Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“ Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“
Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10