Var ekki fædd þegar Íslandsmótið vannst síðast á sigurmarki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 14:00 Lovísa Thompson. Vísir/Stefán Lovísa Thompson var hetja Gróttu í gær þegar hún tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn með því að skora sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok í fjórða leiknum við Stjörnuna. Þetta er aðeins í annað skiptið í 23 ára sögu úrslitakeppni kvenna þar sem eitt mark í blálok leiksins tryggir liði Íslandsmeistaratitilinn. Gæsahúðin er enn til staðar og augun votna af tárum þegar þetta myndband er skoðað! Hversu frábærar eru þessar stelpur og hversu stórkostlega stuðningsmenn á Grótta? Langflottasta félagið á ÍSLANDI!Posted by Grótta Handbolti on Wednesday, May 13, 2015Ragnheiður skoraði sigurmark fyrir sautján árum Það voru líka liðin sautján ár síðan að Íslandsmeistaratitill kvenna vannst á sigurmarki en Ragnheiður Stephensen tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn árið 1998 með því að skora úrslitamarkið í lokaleiknum á móti Haukum. Bikarinn er kominn á Seltjarnarnesið!! ÁFRAM GRÓTTA :)Posted by Grótta Handbolti on Tuesday, May 12, 2015Umfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Stjörnunnar 27. apríl 1998.Hrund Grétarsdóttir fiskaði þá vítakast 11 sekúndum fyrir leikslok sem Ragnheiður Stephensen skoraði úr af öryggi. Sá tími sem eftir var var of naumur fyrir Hauka að knýja fram framlengingu. „Þegar ég tók vítið hugsaði ég aðeins að maður gæti ekki sleppt þessu tækifæri. Hún var búin að verja tvö frá mér í fyrri leikjum og það þýddi bara að ég var búin að klikka," sagði Ragnheiður Stephensen í viðtali við DV eftir leikinn. Lovísa, sem er fimmtán ára Valhýsingur, verður ekki sextán ára fyrr en í október, fékk risastórt hlutverk í besta liði landsins og stóð sig vel á stóra sviðinu þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysið. Lovísa var ekki fædd þegar Ragnheiður skoraði sigurmarkið sitt 25. apríl 1998.Sjá einnig: Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, setti lokaleikkerfið upp fyrir grunnskólastelpuna og hún svaraði með því að skora með frábæru skoti framhjá markverðinum frábæra Florentinu Stanciu. Stjörnukonur höfðu ekki tíma til að fara í sókn því leiktíminn rann út stuttu eftir að boltinn lá í markinu. „Ég veit ekki hvað ég fór að hugsa þá. Annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leikinn. Það hafa verið jafnir úrslitaleikir í úrslitakeppni kvenna sem hafa unnist bæði í framlengingu og vítakeppni en þetta var í fyrsta sinn frá 1998 þar sem eitt einstakt mark færir liði Íslandsmeistaratitilinn.Lovísa Thompson er hér nýbúin að skora sigurmarkið og aðeins þrjár sekúndur standa eftir á klukkunni.Vísir/Valli Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Gróttukonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur, 24-23, í fjórða leiknum á móti Stjörnunni í úrslitareinvígi Olís-deildar kvenna. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins. 13. maí 2015 12:30 Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:39 Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu. 13. maí 2015 07:00 Kári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-24 | Sigurmark á lokasekúndunni og Grótta Íslandsmeistari Grótta brýtur blað í sögu félagsins með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna. Hin kornunga Lovísa Thompson var hetja Gróttu. 12. maí 2015 18:08 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Lovísa Thompson var hetja Gróttu í gær þegar hún tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn með því að skora sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok í fjórða leiknum við Stjörnuna. Þetta er aðeins í annað skiptið í 23 ára sögu úrslitakeppni kvenna þar sem eitt mark í blálok leiksins tryggir liði Íslandsmeistaratitilinn. Gæsahúðin er enn til staðar og augun votna af tárum þegar þetta myndband er skoðað! Hversu frábærar eru þessar stelpur og hversu stórkostlega stuðningsmenn á Grótta? Langflottasta félagið á ÍSLANDI!Posted by Grótta Handbolti on Wednesday, May 13, 2015Ragnheiður skoraði sigurmark fyrir sautján árum Það voru líka liðin sautján ár síðan að Íslandsmeistaratitill kvenna vannst á sigurmarki en Ragnheiður Stephensen tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn árið 1998 með því að skora úrslitamarkið í lokaleiknum á móti Haukum. Bikarinn er kominn á Seltjarnarnesið!! ÁFRAM GRÓTTA :)Posted by Grótta Handbolti on Tuesday, May 12, 2015Umfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Stjörnunnar 27. apríl 1998.Hrund Grétarsdóttir fiskaði þá vítakast 11 sekúndum fyrir leikslok sem Ragnheiður Stephensen skoraði úr af öryggi. Sá tími sem eftir var var of naumur fyrir Hauka að knýja fram framlengingu. „Þegar ég tók vítið hugsaði ég aðeins að maður gæti ekki sleppt þessu tækifæri. Hún var búin að verja tvö frá mér í fyrri leikjum og það þýddi bara að ég var búin að klikka," sagði Ragnheiður Stephensen í viðtali við DV eftir leikinn. Lovísa, sem er fimmtán ára Valhýsingur, verður ekki sextán ára fyrr en í október, fékk risastórt hlutverk í besta liði landsins og stóð sig vel á stóra sviðinu þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysið. Lovísa var ekki fædd þegar Ragnheiður skoraði sigurmarkið sitt 25. apríl 1998.Sjá einnig: Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, setti lokaleikkerfið upp fyrir grunnskólastelpuna og hún svaraði með því að skora með frábæru skoti framhjá markverðinum frábæra Florentinu Stanciu. Stjörnukonur höfðu ekki tíma til að fara í sókn því leiktíminn rann út stuttu eftir að boltinn lá í markinu. „Ég veit ekki hvað ég fór að hugsa þá. Annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leikinn. Það hafa verið jafnir úrslitaleikir í úrslitakeppni kvenna sem hafa unnist bæði í framlengingu og vítakeppni en þetta var í fyrsta sinn frá 1998 þar sem eitt einstakt mark færir liði Íslandsmeistaratitilinn.Lovísa Thompson er hér nýbúin að skora sigurmarkið og aðeins þrjár sekúndur standa eftir á klukkunni.Vísir/Valli
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Gróttukonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur, 24-23, í fjórða leiknum á móti Stjörnunni í úrslitareinvígi Olís-deildar kvenna. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins. 13. maí 2015 12:30 Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:39 Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu. 13. maí 2015 07:00 Kári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-24 | Sigurmark á lokasekúndunni og Grótta Íslandsmeistari Grótta brýtur blað í sögu félagsins með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna. Hin kornunga Lovísa Thompson var hetja Gróttu. 12. maí 2015 18:08 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Gróttukonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur, 24-23, í fjórða leiknum á móti Stjörnunni í úrslitareinvígi Olís-deildar kvenna. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins. 13. maí 2015 12:30
Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:39
Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu. 13. maí 2015 07:00
Kári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-24 | Sigurmark á lokasekúndunni og Grótta Íslandsmeistari Grótta brýtur blað í sögu félagsins með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna. Hin kornunga Lovísa Thompson var hetja Gróttu. 12. maí 2015 18:08