Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-18 | Stjarnan jafnaði metin Anton Ingi Leifsson í TM-höllinni skrifar 25. apríl 2015 17:45 Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar. vísir/valli Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitareinvíginu gegn Fram í Olís-deild kvenna, en annar leikur liðanna fór fram í TM-höllinni í Garðarbæ í dag. Lokatölur urðu 23-18, en Stjarnan náði góðri forystu í fyrri hálfleik sem liðið hélt út allan leikinn. Fram gerði gífurlega mikið af mistökum í fyrri hálfleik og var ekki sjón að sjá liðið. Staðan 13-8 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Gestirnir úr Safamýri virtust ætla að fylgja eftir sigrinum í síðasta leik liðanna, en Fram skoruðu fyrstu tvö mörkin. Eftir það tók Stjarnan öll völd á vellinum. Florentina Stanciu varði nokkur dauðafæri á nokkura mínútna kafla í fyrri hálfleik, en sóknarleikur Framara var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þær misstu boltann hvað eftir annað og skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik. Ólíkt Fram-liðinu. Stjarnan breytti stöðunni úr 7-6 í 11-6 sér í vil og þær héldu þessu fimm marka forskoti út hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 13-8. Fyrri hálfleikurinn bar ekki þess keim að um undanúrslitaviðureign væri að ræða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök, en mistökin voru mikið fleiri hjá Fram. Síðari hálfleikur virtist ætla að þróast svipað og sá fyrri. Á tímapunkti var Stjarnan komið með forskot, en þá tóku gestirnir aðeins við sér. Þær minnkuðu muninn hægt og bítandi og þegar tólf mínútur voru eftir af síðari hálfleik var munurinn orðinn þrjú mörk. Þegar Framarar fengu þó tækifæri til að gera betur og komast enn nær glutruðu þær boltanum eða tóku ótímabær skot. Sóknarleikur beggja liða í síðari hálfleik var dálítið furðulegur. Hvorugu liðinu tókst að ná alvöru ryþma í sinn sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var lengstum virkilega flottur. Fram náði ekki að komast nær Stjörnunni og Garðarbæjarliðið vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Helena Rut Örvarsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, en hún skoraði allt í allt sex mörk. Florentina Stanciu varði vel í markinu, en margir leikmenn Stjörnunnar lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Hjá Fram áttu fáir leikmenn góðan dag. María Karlsdóttir kom með fína baráttu inn á línuna, en lykilmenn eins og Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir voru lengst af heillum horfnar. Þær áttu erfitt gegn framliggjandi varnarleik Stjörnunnar. Næsti leikur liðanna fer fram í Safamýrinni á mánudag og þarf Fram að spila mun betur ætli liðið sér að komast aftur yfir í einvíginu á sínum heimavelli.Sólveig: Þurfum að sækja sigur í Safamýrina og ætlum að gera það á mánudaginn „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur hér í dag,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunar, í samtali við Vísi í leikslok. „Síðasta leikur var alls ekkert slæmur. Í dag spiluðum við bara örlítið betur. Við spiluðum betri sókn og klárlega smá framfarir þar.” „Mér fannst við virkilega tilbúnar í dag. Það var þvílík barátta í liðinu og það voru allar tilbúnar. Allar að hjálpast að og mér fannst við bara frábærar varnalega.” „Mér fannst koma tveir kaflar, í lok fyrri hálfleiks og smá kafli í síðari hálfleik þar sem þær ógnuðu okkur verulega. Þá fannst mér þær vera að komast inn í þetta, en þá stigum við bara upp aftur og gáfum í varnarlega þá var þetta komið.” „Það er yfirleitt þannig hjá okkur. Þetta hefur verið þannig í vetur og þetta var algjörlega sigur liðsheildarinnar. Þetta þurfum við, við þurfum framlag frá öllum.” „Hún hjálpar okkur gífurlega með að verja þessi dauðafæri og þá kveikir hún dálítið í okkur. Hún fékk frábæra vörn fyrir framan sig í dag og við hjálpuðum henni og hún hjálpar okkur.” „Við þurfum að sækja einn sigur í Safamýrina og við stefnum á að gera það á mánudaginn,” sagði Sólveig Lára við Vísi að lokum.Ásta Birna: Mjög jöfn lið „Við vorum að klára okkar færilega virkilega illa. Við létum Florentinu verja alltof mikið frá okkur,” sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Þar af leiðandi fór hausinn aðeins niður í bringu. Þá misstum við sjálfstraustið og því fór sem fór. Mér fannst við standa vörnina vel á köflum, en við fengum á okkur slæman kafla í fyrri hálfleik þegar þær skora fimm í röð.” „Við fengum of mikið af hröðum upphlaupum á okkur, bæði í fyrstu bylgju og seinni bylgju, og við náðum ekki að koma til baka eftir það.” „Það sem varð okkur að falli voru alltof mikið af tæknifeilum. Við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og hausinn var ekki rétt stilltur í dag.” „Allt! Nei, við vorum bara ekki nægilega einbeittar. Það var aðeins of mikill æsingur í okkur og mikið um feilsendingar. Við vorum heldur ekki að hlaupa nægilega vel til baka,” sagði Ásta Birna. Hún sagðist Framara ætla að koma sér aftur yfir á mánudag. „Klárlega. Við ætlum að koma okkur aftur yfir, en nú er staðan 1-1. Þetta eru mjög jöfn lið,” sagði Ásta Birna að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitareinvíginu gegn Fram í Olís-deild kvenna, en annar leikur liðanna fór fram í TM-höllinni í Garðarbæ í dag. Lokatölur urðu 23-18, en Stjarnan náði góðri forystu í fyrri hálfleik sem liðið hélt út allan leikinn. Fram gerði gífurlega mikið af mistökum í fyrri hálfleik og var ekki sjón að sjá liðið. Staðan 13-8 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Gestirnir úr Safamýri virtust ætla að fylgja eftir sigrinum í síðasta leik liðanna, en Fram skoruðu fyrstu tvö mörkin. Eftir það tók Stjarnan öll völd á vellinum. Florentina Stanciu varði nokkur dauðafæri á nokkura mínútna kafla í fyrri hálfleik, en sóknarleikur Framara var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þær misstu boltann hvað eftir annað og skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik. Ólíkt Fram-liðinu. Stjarnan breytti stöðunni úr 7-6 í 11-6 sér í vil og þær héldu þessu fimm marka forskoti út hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 13-8. Fyrri hálfleikurinn bar ekki þess keim að um undanúrslitaviðureign væri að ræða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök, en mistökin voru mikið fleiri hjá Fram. Síðari hálfleikur virtist ætla að þróast svipað og sá fyrri. Á tímapunkti var Stjarnan komið með forskot, en þá tóku gestirnir aðeins við sér. Þær minnkuðu muninn hægt og bítandi og þegar tólf mínútur voru eftir af síðari hálfleik var munurinn orðinn þrjú mörk. Þegar Framarar fengu þó tækifæri til að gera betur og komast enn nær glutruðu þær boltanum eða tóku ótímabær skot. Sóknarleikur beggja liða í síðari hálfleik var dálítið furðulegur. Hvorugu liðinu tókst að ná alvöru ryþma í sinn sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var lengstum virkilega flottur. Fram náði ekki að komast nær Stjörnunni og Garðarbæjarliðið vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Helena Rut Örvarsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, en hún skoraði allt í allt sex mörk. Florentina Stanciu varði vel í markinu, en margir leikmenn Stjörnunnar lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Hjá Fram áttu fáir leikmenn góðan dag. María Karlsdóttir kom með fína baráttu inn á línuna, en lykilmenn eins og Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir voru lengst af heillum horfnar. Þær áttu erfitt gegn framliggjandi varnarleik Stjörnunnar. Næsti leikur liðanna fer fram í Safamýrinni á mánudag og þarf Fram að spila mun betur ætli liðið sér að komast aftur yfir í einvíginu á sínum heimavelli.Sólveig: Þurfum að sækja sigur í Safamýrina og ætlum að gera það á mánudaginn „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur hér í dag,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunar, í samtali við Vísi í leikslok. „Síðasta leikur var alls ekkert slæmur. Í dag spiluðum við bara örlítið betur. Við spiluðum betri sókn og klárlega smá framfarir þar.” „Mér fannst við virkilega tilbúnar í dag. Það var þvílík barátta í liðinu og það voru allar tilbúnar. Allar að hjálpast að og mér fannst við bara frábærar varnalega.” „Mér fannst koma tveir kaflar, í lok fyrri hálfleiks og smá kafli í síðari hálfleik þar sem þær ógnuðu okkur verulega. Þá fannst mér þær vera að komast inn í þetta, en þá stigum við bara upp aftur og gáfum í varnarlega þá var þetta komið.” „Það er yfirleitt þannig hjá okkur. Þetta hefur verið þannig í vetur og þetta var algjörlega sigur liðsheildarinnar. Þetta þurfum við, við þurfum framlag frá öllum.” „Hún hjálpar okkur gífurlega með að verja þessi dauðafæri og þá kveikir hún dálítið í okkur. Hún fékk frábæra vörn fyrir framan sig í dag og við hjálpuðum henni og hún hjálpar okkur.” „Við þurfum að sækja einn sigur í Safamýrina og við stefnum á að gera það á mánudaginn,” sagði Sólveig Lára við Vísi að lokum.Ásta Birna: Mjög jöfn lið „Við vorum að klára okkar færilega virkilega illa. Við létum Florentinu verja alltof mikið frá okkur,” sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Þar af leiðandi fór hausinn aðeins niður í bringu. Þá misstum við sjálfstraustið og því fór sem fór. Mér fannst við standa vörnina vel á köflum, en við fengum á okkur slæman kafla í fyrri hálfleik þegar þær skora fimm í röð.” „Við fengum of mikið af hröðum upphlaupum á okkur, bæði í fyrstu bylgju og seinni bylgju, og við náðum ekki að koma til baka eftir það.” „Það sem varð okkur að falli voru alltof mikið af tæknifeilum. Við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og hausinn var ekki rétt stilltur í dag.” „Allt! Nei, við vorum bara ekki nægilega einbeittar. Það var aðeins of mikill æsingur í okkur og mikið um feilsendingar. Við vorum heldur ekki að hlaupa nægilega vel til baka,” sagði Ásta Birna. Hún sagðist Framara ætla að koma sér aftur yfir á mánudag. „Klárlega. Við ætlum að koma okkur aftur yfir, en nú er staðan 1-1. Þetta eru mjög jöfn lið,” sagði Ásta Birna að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira