Íslenski boltinn

Víkingar slógu FH-inga úr leik | ÍA skoraði fimm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viktor Bjarki Arnarsson leikur með Víkingi í sumar.
Viktor Bjarki Arnarsson leikur með Víkingi í sumar. Vísir/Pjetur
Víkingur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu með sigri á FH í vítaspyrnukeppni.

Kassim Doumbia kom FH yfir í leiknum en Pape Mamadou Faye jafnaði metin fyrir Víkinga. Engin framlenging er í Lengjubikarnum og því var farið beint í vítaspyrnukeppni.

Þar fór Denis Cardaklija, markvörður Víkinga, mikinn og varði fyrstu tvær spyrnur FH-inga. Víkingar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og unnu að lokum 4-1. Denis kom inn á fyrir Thomas Nielsen í hálfleik í kvöld.

FH-ingar breyttu einnig um markvörð í leiknum en Kristján Finnbogason kom inn á fyrir Róbert Örn Óskarsson í lok venjulegs leiktíma.

Þá hafði ÍA betur gegn Fjölni, 5-1. Arsenij Buinickij, litháíski framherjinn í liði ÍA sem kom frá KA fyrir tímabilið, skoraði þrennu í leiknum og Garðar Gunnlaugsson tvö. Ragnar Leósson klóraði í bakkann fyrir Fjölnismenn á lokamínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×