Heiðruðu minningu fórnarlambanna Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 13:58 Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni. Vísir/AFP Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust þegar vél Germanwings var grandað í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn komu saman í dag til að heiðra minningu hinna látnu. Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst. Athöfnin var haldin í kirkjunni í Digne-les-Bains sem er nærri þeim stað þar sem vélinni var flogið á fjallið. Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni.Í frétt SVT kemur fram að einn aðstandenda, hinn spænski Juan Pardo, segist hafa komið frá Spáni til Digne og segir að vel hafi verið komið fram við aðstandendur fórnarlambanna. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum fyrir allt sem þau hafa gert. Fólk hefur komið mjög vel fram við okkur, sama hvert við komum. Ekki einu sinni leigubílstjórarnir hafa viljað fá greitt.“ Pardo missti fyrrverandi eiginkonu sína, elstu dóttur sína og barnabarn í harmleiknum. Hann segist ekki vilja ræða um orsök atburðarins. „Mér er sama hvort þetta hafi verið slys, eða hvað gerðist. Ég vil ekki vita það og hef ekki áhuga á því.“ Stór minningarathöfn verður haldin í Þýskalandi þann 17. apríl næstkomandi. Athöfnin mun fara fram í dómkirkjunni í Köln, á því svæði þaðan sem fjölmörg fórnarlömb komu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hafa bæði boðað komu sína. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21 Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust þegar vél Germanwings var grandað í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn komu saman í dag til að heiðra minningu hinna látnu. Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst. Athöfnin var haldin í kirkjunni í Digne-les-Bains sem er nærri þeim stað þar sem vélinni var flogið á fjallið. Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni.Í frétt SVT kemur fram að einn aðstandenda, hinn spænski Juan Pardo, segist hafa komið frá Spáni til Digne og segir að vel hafi verið komið fram við aðstandendur fórnarlambanna. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum fyrir allt sem þau hafa gert. Fólk hefur komið mjög vel fram við okkur, sama hvert við komum. Ekki einu sinni leigubílstjórarnir hafa viljað fá greitt.“ Pardo missti fyrrverandi eiginkonu sína, elstu dóttur sína og barnabarn í harmleiknum. Hann segist ekki vilja ræða um orsök atburðarins. „Mér er sama hvort þetta hafi verið slys, eða hvað gerðist. Ég vil ekki vita það og hef ekki áhuga á því.“ Stór minningarathöfn verður haldin í Þýskalandi þann 17. apríl næstkomandi. Athöfnin mun fara fram í dómkirkjunni í Köln, á því svæði þaðan sem fjölmörg fórnarlömb komu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hafa bæði boðað komu sína.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21 Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21
„Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23
Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21
Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58