Íslenski boltinn

Markasúpur í leikum dagsins í Lengjubikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert skoraði tvö mörk í dag.
Albert skoraði tvö mörk í dag. Vísir/Vilhelm
FH, Fylkir, Fjarðabyggð og Leiknir Reykjavík unnu sína leiki í A-deild Lengjubikarsins. FH, Fylkir og Leiknir unnu sína leiki nokkuð þægilega.

FH gerði góða ferð á Skagann og rúllaði nokkuð þægilega yfir Ólafsvíkinga. Guðmann Þórisson og Atil Viðar Björnsson gerðu sitt hvort markið í hálfleik og Steven Lennon bætti við tveimur í síðari hálfleik.

Víkingur Ólafsvík - FH 0-4

0-1 Guðmann Þórisson (21.), 0-2 Atli Viðar Björnsson (37.), 0-3 Steven Lennon (61.), 0-4 Steven Lennon (64.).

Fylkir pakkaði saman Skástrikinu í Egilshöll. Staðan var 3-0 í hálfleik og Fylkismenn bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Andrés Már Jóhannesson (2), Albert Brynjar Ingason (2) og Kjartan Ágúst Breiðdal voru á skotskónum.

Fylkir - BÍ/Bolungarvík 5-0

1-0 Andrés Már Jóhannesson (7.), 2-0 Albert Brynjar Ingason (34.), 3-0 Albert Brynjar Ingason (40.), 4-0 Andrés Már Jóhannesson (49.), 5-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (77.).

Fyrstu deildarlið Fjarðabyggðar vann frábæran sigur á Keflavík fyrir austan í morgun. Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Fjarðabyggð og Leonard Sigurðsson tvö fyrir Keflavík. Hákon Þór Sófusson skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik.

Fjarðabyggð - Keflavík 3-2

1-0 Brynjar Jónasson (5.), 2-0 Brynjar Jónasson (12.), 1-2 Leonard Sigurðsson (19.), 2-2 Leonard Sigurðsson (35.), 3-2 Hákon Þór Sófusson (61.).

Leiknir rúllaði yfir Víking í síðasta leik dagsins. Hilmar Árni Halldórsson gerði tvö mörk og Ólafur Hrannar Kristjánsson gerði eitt. Leiknir búnir að vinna fyrstu þrjá leiki sína í mótinu. 

Víkingur Reykjavík - Leiknir Reykjavík 0-3

0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson, 0-2 Hilmar Árni Halldórsson, 0-3 Hilmar Árni Halldórsson (víti).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×