Stjarnan með stórsigur fyrir austan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 23:26 Stjörnumenn höfðu ástæðu til að fagna í dag. vísir/valli Sex leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag.ÍA er með fullt hús stiga í riðli 3 og HK hefur sömuleiðis farið vel af stað í riðli 1. Íslandsmeistarar Stjörnunnar rúlluðu yfir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni, 1-6. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í Lengjubikarnum. Arnar Már Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Garðbæinga og þeir Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og Atli Freyr Ottesen Pálsson sitt markið hver. Þá skoraði Fjarðabyggð eitt sjálfsmark. Brynjar Jónasson skoraði mark Austfirðinga úr vítaspyrnu. FH vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins 20. á mínútu. Fimleikafélagið er með níu stig í 3. sæti riðils 1 en Djúpmenn eru enn stigalausir og verma botnsæti riðilsins. Í riðli 2 náði 1. deildarlið Gróttu í stig gegn Víkingi R. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli en Seltirningar náðu forystunni í tvígang. Agnar Guðjónsson, Viktor Smári Segatta og Sigurður Steinar Jónsson skoruðu fyrir Gróttu sem er með tvö stig eftir þrjá leiki. Rolf Toft, Viktor Bjarki Arnarsson og Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkings sem hefur fengið á sig 10 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum. Víkingar sitja í 2. sæti riðils 2 með sjö stig, fimm stigum á eftir Leikni R. sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Leiknismenn lentu 0-2 undir eftir níu mínútna leik gegn KA í dag en náðu samt að knýja fram sigur. Kristján Páll Jónsson og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir Leiknis auk þess sem leikmaður KA skoraði sjálfsmark. Davíð Rúnar Bjarnason og Ýmir Már Geirsson skoruðu mörk Norðanmanna sem eru með þrjú stig eftir þrjá leiki. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Sex leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag.ÍA er með fullt hús stiga í riðli 3 og HK hefur sömuleiðis farið vel af stað í riðli 1. Íslandsmeistarar Stjörnunnar rúlluðu yfir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni, 1-6. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í Lengjubikarnum. Arnar Már Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Garðbæinga og þeir Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og Atli Freyr Ottesen Pálsson sitt markið hver. Þá skoraði Fjarðabyggð eitt sjálfsmark. Brynjar Jónasson skoraði mark Austfirðinga úr vítaspyrnu. FH vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins 20. á mínútu. Fimleikafélagið er með níu stig í 3. sæti riðils 1 en Djúpmenn eru enn stigalausir og verma botnsæti riðilsins. Í riðli 2 náði 1. deildarlið Gróttu í stig gegn Víkingi R. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli en Seltirningar náðu forystunni í tvígang. Agnar Guðjónsson, Viktor Smári Segatta og Sigurður Steinar Jónsson skoruðu fyrir Gróttu sem er með tvö stig eftir þrjá leiki. Rolf Toft, Viktor Bjarki Arnarsson og Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkings sem hefur fengið á sig 10 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum. Víkingar sitja í 2. sæti riðils 2 með sjö stig, fimm stigum á eftir Leikni R. sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Leiknismenn lentu 0-2 undir eftir níu mínútna leik gegn KA í dag en náðu samt að knýja fram sigur. Kristján Páll Jónsson og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir Leiknis auk þess sem leikmaður KA skoraði sjálfsmark. Davíð Rúnar Bjarnason og Ýmir Már Geirsson skoruðu mörk Norðanmanna sem eru með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53