Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júlí 2025 11:02 Birgir Steinn gæti spilað fjóra leiki á ellefu dögum með tveimur mismunandi félögum. KV KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí. Hann hefur verið meiddur mikið í sumar og spilaði þrjá leiki með KV í þriðju deildinni til að koma sér í form. Þann síðasta í gærkvöldi en Birgir var í byrjunarliði KV í 4-4 jafntefli gegn Augnablik. Hann skipti svo aftur úr KV í KR eftir leikinn í gærkvöldi og fékk leikheimild skráða í dag, 26. júlí. „Eru þessi skipti lögleg?“ spyr Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti og formaður þjálfaranefndar KSÍ, á samfélagsmiðlinum X. „Skil ekkert, hélt líka að ekki væri hægt að kalla til baka fyrr en í næsta glugga“ skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við færsluna. https://t.co/cqXlxDTnfQEru þessu skipti lögleg?"Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila""heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum" (var talið 3 í tilvikum sem þessum áður)er búið að breyta reglunum?— Þórður Einarsson (@doddi_111) July 26, 2025 Skiptin eru lögleg vegna þess að félagaskiptagluggar neðri deilda og efri deilda eru ekki þeir sömu. Félagaskiptagluggi neðri deilda er opinn frá 5. febrúar til 31. júlí en sumarfélagaskiptagluggi Bestu deildarinnar er opinn frá 17. júlí til 13. ágúst. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí, í neðri deilda glugganum. Hann skipti svo aftur til baka, úr KV í KR, þegar Bestu deildar glugginn var opinn. Félagaskiptin flokkast því í sitt hvoran félagaskiptagluggann og eru ekki ólögleg en þetta staðfesti Guðni Þór Einarsson, starfsmaður á innanlandssviði KSÍ sem sér um mótamál, félagaskipti og leikmannasamninga. Birgir Steinn verður löglegur leikmaður KR þegar liðið mætir Breiðablik á Meistaravöllum á eftir. Það yrði þá hans fjórði leikur á ellefu dögum, fyrir tvö mismunandi félög. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. KR KV Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí. Hann hefur verið meiddur mikið í sumar og spilaði þrjá leiki með KV í þriðju deildinni til að koma sér í form. Þann síðasta í gærkvöldi en Birgir var í byrjunarliði KV í 4-4 jafntefli gegn Augnablik. Hann skipti svo aftur úr KV í KR eftir leikinn í gærkvöldi og fékk leikheimild skráða í dag, 26. júlí. „Eru þessi skipti lögleg?“ spyr Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti og formaður þjálfaranefndar KSÍ, á samfélagsmiðlinum X. „Skil ekkert, hélt líka að ekki væri hægt að kalla til baka fyrr en í næsta glugga“ skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við færsluna. https://t.co/cqXlxDTnfQEru þessu skipti lögleg?"Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila""heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum" (var talið 3 í tilvikum sem þessum áður)er búið að breyta reglunum?— Þórður Einarsson (@doddi_111) July 26, 2025 Skiptin eru lögleg vegna þess að félagaskiptagluggar neðri deilda og efri deilda eru ekki þeir sömu. Félagaskiptagluggi neðri deilda er opinn frá 5. febrúar til 31. júlí en sumarfélagaskiptagluggi Bestu deildarinnar er opinn frá 17. júlí til 13. ágúst. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí, í neðri deilda glugganum. Hann skipti svo aftur til baka, úr KV í KR, þegar Bestu deildar glugginn var opinn. Félagaskiptin flokkast því í sitt hvoran félagaskiptagluggann og eru ekki ólögleg en þetta staðfesti Guðni Þór Einarsson, starfsmaður á innanlandssviði KSÍ sem sér um mótamál, félagaskipti og leikmannasamninga. Birgir Steinn verður löglegur leikmaður KR þegar liðið mætir Breiðablik á Meistaravöllum á eftir. Það yrði þá hans fjórði leikur á ellefu dögum, fyrir tvö mismunandi félög. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
KR KV Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira