„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 25. júlí 2025 20:48 Guðni Eiríksson er að gera mjög flotta hluti með FH-liðið. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. „Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni. Besta deild kvenna FH Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
„Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira