Íslenski boltinn

Fjölmörg verðlaun veitt á ársþingi KSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/KSÍ
Fjölmörg verðlaun voru veitt á 69. ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Nordica í Reykjavík. Meðal annars voru Dragostytturnar, fjölmiðlaverðlaunin og grasrótaverðlaunin veitt.

KR og ÍA fengu Dragostytturnar á þinginu. Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.

Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2., 3. og 4. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í efstu tveimur deildunum. Fjarðabyggð, Höttur og KFG hrepptu þau verðlaun.

Sport TV fékk fjölmiðlaverðlaunin fyrir framlag sitt til fótboltans á Íslandi. Vefsíðan sýndi tæplega eitt hundrað leiki í beinni í öllum keppni í beinni útsendingu á vefsíðu sinni.

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir hreppti Grasrótaverðlaun KSÍ, en Sigríður starfar sem verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.

Þar hefur verið staðið fyrir fótboltaæfingum fyrir utangarðsmann, en um tuttugu aðilar hafa mætt á þessar æfingar. Frumkvæðið er hjá Sigríði og hlaut hún því þessi verðlaun.

Þórður Einarsson, framkvæmdarstjóri Leiknis, hlaut jafnréttisverðlaunin 2014. Hann hefur unnið að útbreiðslu knattspyrnurinnar og setti meðal annars upp námsver í Leiknisheimilinu og fleira.

FH og ÍA fengu viðurkenningu fyrir dómaramál 2014, en uppfylla þurfti tíu skilyrði. Því teljast liðin fyrirmyndarfélög í dómaramálum.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhenti öll verðlaunin og nokkrar myndir frá þinginu má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×