Uppruni, umhyggja og upplifun Guðný Helga Björnsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Food and Fun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun!
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun