Ofurtollaðar mjólkurvörur á ofurverði Þórólfur Matthíasson skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun