Reykjavík fyrir alla Grímur Atlason skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Reykjavík Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun