Menn koma ekki fullmótaðir í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2014 08:00 Rúnar Kárason skoraði sex mörk í gær, þar af markið sem tryggði Íslandi fimmta sætið með sigri á Pólverjum í Herning í gær. fréttablaðið/afp Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“ EM 2014 karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“
EM 2014 karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira