Menn koma ekki fullmótaðir í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2014 08:00 Rúnar Kárason skoraði sex mörk í gær, þar af markið sem tryggði Íslandi fimmta sætið með sigri á Pólverjum í Herning í gær. fréttablaðið/afp Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“ EM 2014 karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“
EM 2014 karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira