Sverre: Þriðja stríðið á nokkrum dögum Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:30 Það verður heldur betur nóg að gera hjá Sverre Jakobssyni og félögum í íslensku vörninni í kvöld. Spænsku leikmennirnir eru mikil tröll og enginn hægðarleikur að hafa hemil á þeim. „Þeir eru ekkert ósvipaðir Ungverjunum en þeir eru kannski skrefinu framar í flestum þáttum handboltans. Vinna mikið tveir á tvo og nýta klókindi sín til hins ýtrasta. Við verðum að vera klárir frá fyrstu sekúndu,“ sagði Sverre. Hann þarf ekki að glíma við línutröllið Julen Aguinagalde þar sem hann er frá vegna meiðsla. Munar um minna fyrir Spánverjana en Sverre segist samt muna sakna þess að slást við hann. „Það er alveg furðugaman að kljást við hann en ég get ekki neitað að það er gott að losna við svona skrímsli. Hinir tveir eru samt kröftugir, stórir og sterkir líka þannig að þetta verður ekkert auðveldara þannig. Þetta verður bara þriðja stríðið í þessari keppni á nokkrum dögum,“ sagði Sverre og hló við eins og svo oft áður. Noregur sýndi í sínum leik gegn Spánverjum að það er hægt að gera ýmislegt gegn þeim. „Við teljum okkur vera það góða að við getum gert meira en að stríða öllum liðum. Við getum líka lent í hinu. Við verðum að vera vel innstilltir og ég efast ekki um að við verðum það,“ sagði Sverre Jakobsson á æfingu liðsins í gær. EM 2014 karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
Það verður heldur betur nóg að gera hjá Sverre Jakobssyni og félögum í íslensku vörninni í kvöld. Spænsku leikmennirnir eru mikil tröll og enginn hægðarleikur að hafa hemil á þeim. „Þeir eru ekkert ósvipaðir Ungverjunum en þeir eru kannski skrefinu framar í flestum þáttum handboltans. Vinna mikið tveir á tvo og nýta klókindi sín til hins ýtrasta. Við verðum að vera klárir frá fyrstu sekúndu,“ sagði Sverre. Hann þarf ekki að glíma við línutröllið Julen Aguinagalde þar sem hann er frá vegna meiðsla. Munar um minna fyrir Spánverjana en Sverre segist samt muna sakna þess að slást við hann. „Það er alveg furðugaman að kljást við hann en ég get ekki neitað að það er gott að losna við svona skrímsli. Hinir tveir eru samt kröftugir, stórir og sterkir líka þannig að þetta verður ekkert auðveldara þannig. Þetta verður bara þriðja stríðið í þessari keppni á nokkrum dögum,“ sagði Sverre og hló við eins og svo oft áður. Noregur sýndi í sínum leik gegn Spánverjum að það er hægt að gera ýmislegt gegn þeim. „Við teljum okkur vera það góða að við getum gert meira en að stríða öllum liðum. Við getum líka lent í hinu. Við verðum að vera vel innstilltir og ég efast ekki um að við verðum það,“ sagði Sverre Jakobsson á æfingu liðsins í gær.
EM 2014 karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti