Strákarnir tróðu upp í Norðmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2014 08:00 Rúnar Kárason kom inn á og skoraði fjögur falleg mörk fyrir Ísland gegn Noregi. Fréttablaðið/Daníel Handboltasérfræðingar höfðu miklar áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins fyrir mótið en strákarnir sýndu strax í byrjun að þær áhyggjur voru með öllu óþarfar. Þeir mættu gríðarlega einbeittir út á völlinn, grimmir sem aldrei fyrr og smelltu í lás strax í upphafi. Norðmenn vissu vart sitt rjúkandi ráð. Þeir voru í vandræðum með að koma skoti á markið og fengu síðan vel útfærð hraðaupphlaup í andlitið hvað eftir annað. Eftir aðeins sjö mínútur var staðan orðin 6-1 og strákarnir að leika við hvurn sinn fingur. Það var hreinn unaður að fylgjast með þeim á vellinum. Mesti móðurinn var farinn af mönnum eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þá náðu Norðmenn að minnka muninn í þrjú mörk, 8-5, en þá sögðu strákarnir okkar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu aftur í fluggírinn og breikkuðu bilið á ný. Mestur var munurinn í hálfleiknum sjö mörk, 16-9, en sex mörkum munaði í hálfleik, 16-10. Þessi hálfleikur var í einu orði sagt stórkostlegur og eflaust enginn sem átti von á slíkri frammistöðu, nema kannski leikmennirnir sjálfir. Það var ekki alveg sami kraftur í leik íslenska liðsins framan af síðari hálfleik. Ákveðið agaleysi var í leik beggja liða og því fylgdu margar sveiflur. Norðmenn minnkuðu muninn í þrjú mörk og Ísland svaraði með því að ná fimm marka forskoti að bragði. Alltaf þegar Norðmenn voru að komast nálægt svaraði Ísland með stæl. Það var alltaf einhver til í að stíga upp og Norðmenn minnkuðu muninn aldrei í meira en þrjú mörk. Sigur íslenska liðsins var glæsilegur. Eftir mikið mótlæti í undirbúningnum þjappaði liðið sér saman og skilaði frábærum leik. Fyrri hálfleikur var flugeldasýning og liðið sýndi síðan mikinn styrk í þeim seinni. Liðið varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Aron Pálmarsson meiddist en það breytti engu. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnar. Þessi sigur lofar góðu fyrir framhaldið. Þjálfarinn treysti mörgum leikmönnum, rúllaði á mörgum mönnum og allir stóðu fyrir sínu. Járnmaðurinn Guðjón Valur fór fyrir sínu liði í leik sem fæstir bjuggust við að hann myndi spila. Ótrúlegur íþróttamaður sem sýndi mátt sinn enn eina ferðina. Ásgeir Örn sýndi mikinn andlegan styrk með því að bugast ekki eftir að illa hafði gengið framan af. Hann steig svo upp og skilaði flottum leik. Rúnar leysti hann vel af hólmi og skoraði flott mörk. Hægri vængurinn að skila sínu og rúmlega það. Varnarleikurinn var frábær frá fyrstu mínútu. Sverre og Vignir eins og klettar og rifu aðra með sér. Þegar vörnin skilar sínu þá dettur Björgvin Páll í stuð og á því var engin undantekning núna. Hinn einlægi fögnuður hans eftir hvert varið skot er smitandi, bæði til liðsins og ekki síst áhorfenda sem voru frábærir. Þetta var samt sigur liðsheildar. Liðs sem hefur risastórt hjarta og mikið stolt. Með þennan baráttuanda að vopni óttast ég ekki framhaldið. EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær sigur á Norðmönnum | Myndir Ísland hóf leik á EM í Danmörku á besta mögulegan máta þegar að strákarnir okkar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Noregi, 31-26. 12. janúar 2014 19:19 Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir "Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum. 12. janúar 2014 18:15 Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. 12. janúar 2014 00:01 Meiðsli Arons ekki alvarleg Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg. 12. janúar 2014 16:55 Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik. 12. janúar 2014 17:50 Snorri: Við erum með betra lið en Norðmenn Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. 12. janúar 2014 17:41 Guðjón Valur: Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, fór fyrir sínum mönnum í frábærum sigri Íslands á Noregi á EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:50 Aron: Ég verð klár í næsta leik Íslenska landsliðið vann sigurinn glæsilega gegn Noregi nánast án Arons Pálmarssonar. Hann meiddist snemma í leiknum og gat ekki snúið aftur. 12. janúar 2014 17:29 Sverre: Kannski óþarfi að fá rautt í hverjum leik "Sá rauði segir bara fínt. Rauða spjaldið var í stíl við búninginn," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson brosmildur að venju eftir sigurinn á Noregi. 12. janúar 2014 18:03 Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt. 12. janúar 2014 18:35 Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald. 12. janúar 2014 18:22 Hedin neitar að gefast upp Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var gagnrýndur eftir tap hans manna gegn Íslandi á fyrsta leik EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:41 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Handboltasérfræðingar höfðu miklar áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins fyrir mótið en strákarnir sýndu strax í byrjun að þær áhyggjur voru með öllu óþarfar. Þeir mættu gríðarlega einbeittir út á völlinn, grimmir sem aldrei fyrr og smelltu í lás strax í upphafi. Norðmenn vissu vart sitt rjúkandi ráð. Þeir voru í vandræðum með að koma skoti á markið og fengu síðan vel útfærð hraðaupphlaup í andlitið hvað eftir annað. Eftir aðeins sjö mínútur var staðan orðin 6-1 og strákarnir að leika við hvurn sinn fingur. Það var hreinn unaður að fylgjast með þeim á vellinum. Mesti móðurinn var farinn af mönnum eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þá náðu Norðmenn að minnka muninn í þrjú mörk, 8-5, en þá sögðu strákarnir okkar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu aftur í fluggírinn og breikkuðu bilið á ný. Mestur var munurinn í hálfleiknum sjö mörk, 16-9, en sex mörkum munaði í hálfleik, 16-10. Þessi hálfleikur var í einu orði sagt stórkostlegur og eflaust enginn sem átti von á slíkri frammistöðu, nema kannski leikmennirnir sjálfir. Það var ekki alveg sami kraftur í leik íslenska liðsins framan af síðari hálfleik. Ákveðið agaleysi var í leik beggja liða og því fylgdu margar sveiflur. Norðmenn minnkuðu muninn í þrjú mörk og Ísland svaraði með því að ná fimm marka forskoti að bragði. Alltaf þegar Norðmenn voru að komast nálægt svaraði Ísland með stæl. Það var alltaf einhver til í að stíga upp og Norðmenn minnkuðu muninn aldrei í meira en þrjú mörk. Sigur íslenska liðsins var glæsilegur. Eftir mikið mótlæti í undirbúningnum þjappaði liðið sér saman og skilaði frábærum leik. Fyrri hálfleikur var flugeldasýning og liðið sýndi síðan mikinn styrk í þeim seinni. Liðið varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Aron Pálmarsson meiddist en það breytti engu. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnar. Þessi sigur lofar góðu fyrir framhaldið. Þjálfarinn treysti mörgum leikmönnum, rúllaði á mörgum mönnum og allir stóðu fyrir sínu. Járnmaðurinn Guðjón Valur fór fyrir sínu liði í leik sem fæstir bjuggust við að hann myndi spila. Ótrúlegur íþróttamaður sem sýndi mátt sinn enn eina ferðina. Ásgeir Örn sýndi mikinn andlegan styrk með því að bugast ekki eftir að illa hafði gengið framan af. Hann steig svo upp og skilaði flottum leik. Rúnar leysti hann vel af hólmi og skoraði flott mörk. Hægri vængurinn að skila sínu og rúmlega það. Varnarleikurinn var frábær frá fyrstu mínútu. Sverre og Vignir eins og klettar og rifu aðra með sér. Þegar vörnin skilar sínu þá dettur Björgvin Páll í stuð og á því var engin undantekning núna. Hinn einlægi fögnuður hans eftir hvert varið skot er smitandi, bæði til liðsins og ekki síst áhorfenda sem voru frábærir. Þetta var samt sigur liðsheildar. Liðs sem hefur risastórt hjarta og mikið stolt. Með þennan baráttuanda að vopni óttast ég ekki framhaldið.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær sigur á Norðmönnum | Myndir Ísland hóf leik á EM í Danmörku á besta mögulegan máta þegar að strákarnir okkar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Noregi, 31-26. 12. janúar 2014 19:19 Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir "Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum. 12. janúar 2014 18:15 Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. 12. janúar 2014 00:01 Meiðsli Arons ekki alvarleg Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg. 12. janúar 2014 16:55 Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik. 12. janúar 2014 17:50 Snorri: Við erum með betra lið en Norðmenn Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. 12. janúar 2014 17:41 Guðjón Valur: Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, fór fyrir sínum mönnum í frábærum sigri Íslands á Noregi á EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:50 Aron: Ég verð klár í næsta leik Íslenska landsliðið vann sigurinn glæsilega gegn Noregi nánast án Arons Pálmarssonar. Hann meiddist snemma í leiknum og gat ekki snúið aftur. 12. janúar 2014 17:29 Sverre: Kannski óþarfi að fá rautt í hverjum leik "Sá rauði segir bara fínt. Rauða spjaldið var í stíl við búninginn," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson brosmildur að venju eftir sigurinn á Noregi. 12. janúar 2014 18:03 Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt. 12. janúar 2014 18:35 Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald. 12. janúar 2014 18:22 Hedin neitar að gefast upp Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var gagnrýndur eftir tap hans manna gegn Íslandi á fyrsta leik EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:41 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Frábær sigur á Norðmönnum | Myndir Ísland hóf leik á EM í Danmörku á besta mögulegan máta þegar að strákarnir okkar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Noregi, 31-26. 12. janúar 2014 19:19
Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir "Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum. 12. janúar 2014 18:15
Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. 12. janúar 2014 00:01
Meiðsli Arons ekki alvarleg Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg. 12. janúar 2014 16:55
Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik. 12. janúar 2014 17:50
Snorri: Við erum með betra lið en Norðmenn Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. 12. janúar 2014 17:41
Guðjón Valur: Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, fór fyrir sínum mönnum í frábærum sigri Íslands á Noregi á EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:50
Aron: Ég verð klár í næsta leik Íslenska landsliðið vann sigurinn glæsilega gegn Noregi nánast án Arons Pálmarssonar. Hann meiddist snemma í leiknum og gat ekki snúið aftur. 12. janúar 2014 17:29
Sverre: Kannski óþarfi að fá rautt í hverjum leik "Sá rauði segir bara fínt. Rauða spjaldið var í stíl við búninginn," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson brosmildur að venju eftir sigurinn á Noregi. 12. janúar 2014 18:03
Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt. 12. janúar 2014 18:35
Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald. 12. janúar 2014 18:22
Hedin neitar að gefast upp Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var gagnrýndur eftir tap hans manna gegn Íslandi á fyrsta leik EM í handbolta í dag. 12. janúar 2014 17:41