Utan vallar: Hvaða kröfur er hægt að gera til íslenska liðsins á EM? Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 11. janúar 2014 08:00 Aron Pálmarsson. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar. EM 2014 karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar.
EM 2014 karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni