Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 11:26 Mótmælafundir voru haldnir reglulega á árunum 2008 og 2009. Vísir / Daníel Lögreglan sendi nemendur úr lögregluskólanum út á meðal mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið 15. nóvember árið 2008. Nemendurnir voru óeinkennisklæddir og blönduðust því í hóp mótmælenda. Þetta kemur fram í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Lögreglan bjóst við hörðum aðgerðum af hendi nokkurra mótmælenda; nokkurra anarkista og 50 til 100 manna hóps sem þeim fylgdi. „Var ákveðið að fá óeinkennisklædda skólanema Lögregluskólans til að vera innan um mótmælendur til að sjá hvort eitthvað væri í aðsigi sem kallaði á aðgerðir lögreglu,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina dæmið sem finna má í skýrslunni um að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi verið sendir út á meðal mótmælenda til að afla upplýsinga. Til að mynda voru óeinkenndir rannsóknarlögreglumenn á ferðinni þann 17. desember sama ár til að afla upplýsinga um hvar búast mætti við mótmælum á hverjum tíma. Fleiri dæmi um þetta eru nefnd í skýrslunni. Í skýrslunni er einnig sagt frá því að óeinkenndur lögreglumaður hafi blandað sér í hóp hústökufólks við Vatnstíg þann 14. apríl árið 2009. Segir frá því að hann hafi heyrt á tali fólks að verja ætti húsið fram á nótt og að lögreglu yrði veittur mótþrói. Daginn eftir réðist lögregla inn í húsið og handtók sextán manns. Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Sérsveitarmaður lýsir því í skýrslu lögreglunnar að Álfheiður Ingadóttir hafi hrópað að honum og kallað hann „lífvarðartitt“. 28. október 2014 10:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan sendi nemendur úr lögregluskólanum út á meðal mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið 15. nóvember árið 2008. Nemendurnir voru óeinkennisklæddir og blönduðust því í hóp mótmælenda. Þetta kemur fram í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Lögreglan bjóst við hörðum aðgerðum af hendi nokkurra mótmælenda; nokkurra anarkista og 50 til 100 manna hóps sem þeim fylgdi. „Var ákveðið að fá óeinkennisklædda skólanema Lögregluskólans til að vera innan um mótmælendur til að sjá hvort eitthvað væri í aðsigi sem kallaði á aðgerðir lögreglu,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina dæmið sem finna má í skýrslunni um að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi verið sendir út á meðal mótmælenda til að afla upplýsinga. Til að mynda voru óeinkenndir rannsóknarlögreglumenn á ferðinni þann 17. desember sama ár til að afla upplýsinga um hvar búast mætti við mótmælum á hverjum tíma. Fleiri dæmi um þetta eru nefnd í skýrslunni. Í skýrslunni er einnig sagt frá því að óeinkenndur lögreglumaður hafi blandað sér í hóp hústökufólks við Vatnstíg þann 14. apríl árið 2009. Segir frá því að hann hafi heyrt á tali fólks að verja ætti húsið fram á nótt og að lögreglu yrði veittur mótþrói. Daginn eftir réðist lögregla inn í húsið og handtók sextán manns.
Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Sérsveitarmaður lýsir því í skýrslu lögreglunnar að Álfheiður Ingadóttir hafi hrópað að honum og kallað hann „lífvarðartitt“. 28. október 2014 10:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12
Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Sérsveitarmaður lýsir því í skýrslu lögreglunnar að Álfheiður Ingadóttir hafi hrópað að honum og kallað hann „lífvarðartitt“. 28. október 2014 10:55