Dómurunum haldið í tvo tíma eftir leik Arnar Björnsson skrifar 6. október 2014 10:55 Vísir/Andri Marinó Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt. Stjarnan vann leikinn, 2-1, á marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fyrra mark Stjörnunnar var einnig umdeilt enda gáfu endursýningar í sjónvarpi í skyn að Ólafur Karl Finsen hafi verið rangstæður þegar hann skoraði. Halda þurfti aftur af Kassim Doumbia, leikmanni FH, eftir leikinn en hann var afar ósáttur við störf dómarans. Þá veittust áhorfendur að dómaratríóinu og brutu flagg annars aðstoðardómarans. „Ástandið var rosalegt eftir leikinn, við héldum dómaranum og aðstoðardómurunum í tvo tíma áður en við leyfðum þeim að yfirgefa Kaplakrika“, segir Jón Rúnar í samtali við fréttastofu. Hann segist bíða úrskurðar aganefndar KSÍ sem fundar á morgun. „Ég býst allt eins við að fá umvöndunarbréf og sekt,“ segir Jón Rúnar. „Við FH-ingar vildum ekki að leiktímanum yrði breytt m.a. vegna þess að við óttuðumst meiri ölvun og þess vegna yrði miklu erfiðara fyrir okkur að halda mönnum í skefjum, en á okkur var ekki hlustað.“ „Við nefndum það við dómarann fyrir leik að sú staða gæti komið upp að einhver eða einhverjir myndu hlaupa inná völlinn. Við báðum dómarann að ítreka við leikmenn að vera við því búnir og að þeir myndu ekkert aðhafast.“ Jón Rúnar er þungorður í garð annars aðstoðardómarans og segir að hann hafi gert alvarlegt mistök sem hefði kostað sitt. „Þessi sami aðstoðardómari öðlaðist arnar- og þrívíddarsjón þegar liðin mættust í fyrri leiknum, þá skoraði Stjarnan mark sem líkt og á laugardag var ólöglegt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan Íslandsmeistari 2014 | Myndir Frábærar myndir frá úrslitaleiknum í Kaplakrika og fögnuði Stjörnumanna eftir hann. 4. október 2014 21:21 Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54 Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18 Vítið, lokamínúturnar og fagnaðarlæti Stjörnumanna Myndbönd frá Kaplakrika í dag. Blaðamaður Vísis var staddur á hliðarlínunni og náði skemmtilegum myndböndum. 4. október 2014 22:17 Doumbia trylltist eftir leik | Myndband Malímaðurinn átti erfitt með sig eftir að Stjarnan varð Íslandsmeistari. 4. október 2014 18:54 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið í úrslitaleiknum | Myndbönd FH og Stjarnan eru að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu. 4. október 2014 16:47 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt. Stjarnan vann leikinn, 2-1, á marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fyrra mark Stjörnunnar var einnig umdeilt enda gáfu endursýningar í sjónvarpi í skyn að Ólafur Karl Finsen hafi verið rangstæður þegar hann skoraði. Halda þurfti aftur af Kassim Doumbia, leikmanni FH, eftir leikinn en hann var afar ósáttur við störf dómarans. Þá veittust áhorfendur að dómaratríóinu og brutu flagg annars aðstoðardómarans. „Ástandið var rosalegt eftir leikinn, við héldum dómaranum og aðstoðardómurunum í tvo tíma áður en við leyfðum þeim að yfirgefa Kaplakrika“, segir Jón Rúnar í samtali við fréttastofu. Hann segist bíða úrskurðar aganefndar KSÍ sem fundar á morgun. „Ég býst allt eins við að fá umvöndunarbréf og sekt,“ segir Jón Rúnar. „Við FH-ingar vildum ekki að leiktímanum yrði breytt m.a. vegna þess að við óttuðumst meiri ölvun og þess vegna yrði miklu erfiðara fyrir okkur að halda mönnum í skefjum, en á okkur var ekki hlustað.“ „Við nefndum það við dómarann fyrir leik að sú staða gæti komið upp að einhver eða einhverjir myndu hlaupa inná völlinn. Við báðum dómarann að ítreka við leikmenn að vera við því búnir og að þeir myndu ekkert aðhafast.“ Jón Rúnar er þungorður í garð annars aðstoðardómarans og segir að hann hafi gert alvarlegt mistök sem hefði kostað sitt. „Þessi sami aðstoðardómari öðlaðist arnar- og þrívíddarsjón þegar liðin mættust í fyrri leiknum, þá skoraði Stjarnan mark sem líkt og á laugardag var ólöglegt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan Íslandsmeistari 2014 | Myndir Frábærar myndir frá úrslitaleiknum í Kaplakrika og fögnuði Stjörnumanna eftir hann. 4. október 2014 21:21 Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54 Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18 Vítið, lokamínúturnar og fagnaðarlæti Stjörnumanna Myndbönd frá Kaplakrika í dag. Blaðamaður Vísis var staddur á hliðarlínunni og náði skemmtilegum myndböndum. 4. október 2014 22:17 Doumbia trylltist eftir leik | Myndband Malímaðurinn átti erfitt með sig eftir að Stjarnan varð Íslandsmeistari. 4. október 2014 18:54 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið í úrslitaleiknum | Myndbönd FH og Stjarnan eru að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu. 4. október 2014 16:47 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Stjarnan Íslandsmeistari 2014 | Myndir Frábærar myndir frá úrslitaleiknum í Kaplakrika og fögnuði Stjörnumanna eftir hann. 4. október 2014 21:21
Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54
Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18
Vítið, lokamínúturnar og fagnaðarlæti Stjörnumanna Myndbönd frá Kaplakrika í dag. Blaðamaður Vísis var staddur á hliðarlínunni og náði skemmtilegum myndböndum. 4. október 2014 22:17
Doumbia trylltist eftir leik | Myndband Malímaðurinn átti erfitt með sig eftir að Stjarnan varð Íslandsmeistari. 4. október 2014 18:54
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið í úrslitaleiknum | Myndbönd FH og Stjarnan eru að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu. 4. október 2014 16:47