KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 11:33 HSÍ hefur þegar þurft að standa straum af umtalsverðum kostnaði árið 2025 því strákarnir okkar voru að vanda á ferðinni í janúar og höfnuðu í 9. sæti á HM. VÍSIR/VILHELM Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband. Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir. KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir.
KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira