„Púsluspilið gekk ekki upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 15:57 Sölvi Geir Ottesen segir ekki hafa verið hægt að koma leikjum Víkings í Lengjubikarnum fyrir. Huga þurfi að leikmönnum liðsins sem eru að koma undan lengsta tímabili í sögu íslensks fótboltaliðs. vísir/Aron Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira