Íslenski boltinn

Vestri fær bak­vörð frá Sví­þjóð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anton mun spila á Ísafirði í sumar.
Anton mun spila á Ísafirði í sumar. Vestri

Lið Vestra er byrjað að taka á sig mynd fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið hefur samið við Anton Kralj sem hefur spilað bæði í efstu deild Svíþjóðar sem og Noregs.

Hinn 26 ára gamli Anton er uppalinn í Svíþjóð og lék meðal annars 35 leiki fyrir yngri landslið Svía. Hann kemur til Vestra frá stórliði Hammarby en var á síðustu leiktíð á láni hjá GIF Sundsvall í sænsku B-deildinni.

Um er að ræða sókndjarfann vinstri bakvörð sem getur einnig spilað á vinstri kanti. Hann er uppalinn hjá Malmö en hefur einnig spilað fyrir Degerfors og Gefle í Svíþjóð ásamt liðunum sem nefnd eru hér að ofan. Einnig hefur Anton spilað fyrir Sandefjord í Noregi.

Vestri var nýliði í Bestu deild karla á síðustu leiktíð og hélt sæti sínu á ævintýralegan hátt. Liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar og má búast við að fleiri leikmenn gangi til liðs við félagið á komandi vikum.

Vestri mætir Val á Hlíðarenda í 1. umferð Bestu deildarinnar þann 6. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×