Íslenski boltinn

Elías Már: Fæ mér stundum plokkfisk fyrir leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elías Már á fullri ferð gegn Fram í átta liða úrslitum bikarsins.
Elías Már á fullri ferð gegn Fram í átta liða úrslitum bikarsins. vísir/daníel
„Maður er orðinn vel spenntur fyrir leiknum í kvöld,“ segir Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, en Keflvíkingar mæta Víkingi í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Nettó-vellinum í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„Mér sýnist allir í bænum vera orðnir mjög spenntir fyrir þessu. Það er gaman að komast í undanúrslit bikars og fá að spila hann á heimavelli,“ segir Elías Már, en 17 ár eru síðast undanúrslitaleikur í bikar fór síðast fram í Keflavík.

Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2006, en það lagði þá Víking í undanúrslitum á Laugardalsvelli, 4-0. Elías Már var á vellinum þá og ætlar að reyna að sjá til þess að úrslitin falli aftur með hans mönnum.

„Það er ekkert annað í boði,“ segir Elías Már, en Keflavík tapaði fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni á dögunum, 3-1. Hvað þurfa þeir að gera betur í kvöld?

„Við vorum svolítið opnir inni á miðjunni. Þetta var slakur leikur hjá okkur og við ætlum að bæta úr því. Við erum búnir að fara yfir taktíkina og leggja upp leikinn. Við erum spenntir og ætlum að vinna þennan leik.“

Nánast allir leikmenn hafa ákveðna rútínu á leikdegi og Elías Már er ekki frábrugðin öðrum. Hvað gera 19 ára framherjar fyrir stærsta leik ferilsins?

„Yfirleitt vakna ég sem fyrst á leikdegi. Ég fæ mér göngutúr, kaffibolla og horfi aðeins á sjónvarpið. Svo fæ ég mér eitthvað gott að borða - stundum plokkfisk, eða bara eitthvað sem mamma er með í boði,“ segir Elías Már Ómarsson.


Tengdar fréttir

Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár

Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×