Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-23 | Valur jafnaði metin Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 9. maí 2014 13:11 Vísir/Daníel Það þurfti 80 mínútur til að knýja fram úrslit í öðrum leik Vals og Stjörnunnar í lokaúrslitum Olís deildar kvenna sem fór fram í Vodafone höllinni í kvöld. Að lokum voru það heimakonur sem höfðu betur, 25-23, og jöfnuðu þar með metin í einvígi liðanna.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan. Leikurinn var lengst af jafn, næstum óþægilega spennandi á köflum, en það hafa verið spilaðir betri handboltaleikir á Íslandi. Uppsettur sóknarleikur beggja liða var stirður, en það gæti átt sér eðlilegar skýringar eins og Stefán Arnarson, þjálfari Vals, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum. Þetta eru lið sem gjörþekkja hvort annað og það er erfitt að draga nýja ása upp úr erminni á þessum tímapunkti. Valskonur unnu leikinn fyrst og síðast fyrir tilstuðlan frábærs varnarleiks, góðrar markvörslu Berglindar Írisar Hansdóttur og hraðaupphlaupanna sem þær voru svo duglegar að keyra. Þar fór Karólína Bærhenz Lárusdóttir - besti leikmaður Vals í leiknum ásamt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur - fremst í flokki en hún skoraði fimm hraðaupphlaupsmörk í leiknum. Þessi auðveldu mörk skiptu sköpum í ljósi þess að Hrafnhildur Skúladóttir komst ekki á blað í leiknum, sem er óvanalegt á þeim bænum. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur í meira lagi. Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum, en Stjörnukonur náðu fljótlega undirtökunum. Vörn Garðarbæjarliðsins var sterk og sóknarleikurinn vel skipulagður. Það sama var ekki hægt að segja um sóknarleik heimakvenna sem var staður og ómarkviss. Á 19. mínútu, í stöðunni 5-8, fékk Bryndís Elín Wöhler, leikmaður Vals, tveggja mínútna brottvísun. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og skipulagði sóknarleikinn. Stjarnan nýtti sér liðsmuninn, skoraði tvö mörk, bæði eftir sama leikkerfi, og náði fimm marka forystu, 5-10. Þá snerist leikurinn hins vegar við. Valskonur minnkuðu muninn í þrjú mörk og í stöðunni 7-10 missti Stjarnan Esther Viktoríu Ragnarsdóttur út af í tvær mínútur og líkt og Stjarnan, þá nýttu heimakonur sér liðsmuninn vel. Varnarleikur Vals styrktist og hann skilaði liðinu fjórum hraðaupphlaupsmörkum á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks. Valskonum tókst að jafna leikinn og staðan var 10-10 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bæði lið voru mistæk í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var allt að því erfiður á að horfa. Stjarnan komst tveimur mörkum yfir, 11-13, eftir mark Jónu Margrétar Ragnarsdóttur, en þá komu fjögur Valsmörk í röð. Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög slakur á þessum kafla, en þegar Esther minnkaði muninn í 15-14 á 47. mínútu, var það aðeins fjórða mark Stjörnukvenna á 27 mínútum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Rebekka Rut Skúladóttir kom heimakonum tveimur mörkum yfir með góðu marki úr horninu, en Stjörnukonur neituðu að gefast upp og Jóna Margrét - sem var markahæst í liði Stjörnunnar með tíu mörk - jafnaði leikinn í 19-19 eftir hraðaupphlaup. Því þurfti að grípa til framlengingar. Hún var jafn spennandi og lokamínúturnar. Aftur voru það Valskonur sem voru yfir þegar skammt var eftir og aftur voru það Stjörnukonur sem jöfnuðu leikinn. Það gerði Sólveig Lára Kjærnested þegar hún fór inn úr horninu og skoraði framhjá Berglindi; ísköld á ögurstundu. Það reyndist hins vegar vera síðasta mark Stjörnunnar í leiknum. Valskonur skelltu í lás í vörninni í seinni framlengingunni og Stjörnukonur áttu engin svör við varnarleik heimakvenna. Stjörnuvörnin var einnig sterk, eins og hún var allan leikinn, en Valskonur fundu leiðina í gegnum hana í tvígang og það dugði til. Lokatölur 25-23, Val í vil. Næsti leikur liðanna fer fram í Garðabæ á sunnudaginn kemur. Stefán: Snýst um karakter og sigurvilja Þegar þetta er komið í tvær framlengingar, þá snýst þetta um karakter og sigurvilja. Við höfðum hann hér í kvöld og ég er gríðarlega ánægður með það," sagði Stefán Arnarson eftir sigurinn á Stjörnunni. Valsliðið spilaði frábæra vörn og þá sérstaklega í seinni framlengingunni þar sem Stjarnan skoraði ekki mark. "Ég var mjög ánægður með það. Og ég hef áður sagt að þegar við spilum okkar vörn, þá eiga lið oft í erfiðleikum með að skora gegn okkur. Ef eitthvað lið átti þennan sigur skilinn, þá var það Valur." Uppsettur sóknarleikur liðanna var fremur slakur í leiknum. Stefán segir það eiga sér eðlilegar skýringar. "Bæði Stjarnan og Valur spila sín kerfi, sem þau þekkja út og inn. Þú getur ekki endalaust komið með eitthvað nýtt og því er eðlilegt að sóknarleikurinn hökti. Það sem er ánægjulegt er að við erum að keyra hraðaupphlaupin mjög vel og í seinni framlengingunni erum við að skora tvö mörk úr seinni bylgju hraðaupphlaupa, sem er frábært," sagði Stefán að lokum.Skúli:Of fáar sem stigu upp í sókninni "Þetta var bara hörku leikur tveggja jafnra liða og sigurinn endaði Valsmegin. Leikurinn einkenndist af miklum og góðum vörnum og fínni markvörslu, en sóknir liðanna voru ekki alltaf nógu beittar. Þetta var hörku leikur og það var mjög mjótt á mununum," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Val eftir tvíframlengdan leik. "Auðvitað er ég fúll með að tapa, en mér fannst mínar stelpur standa sig mjög vel. Við tökum einhverja hluti út úr þessum leik og vinnum með þá." Sóknarleikur Stjörnunnar var oft á tíðum stirður, en Skúli sagði að liðið hefði ekki fengið framlag frá nógu mörgum leikmönnum. "Það voru of fáar að stíga upp í sókninni, en við eigum þær bara inni. Það var mikið um mistök á báða bóga og við áttum rosalega slæma kafla í fyrri hálfleik. Við komust þó í 10-5, en síðan skorum við ekki síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Botninn datt úr þessu og þá kom algjör holskefla af mistökum. Við vorum komnar með tak á leiknum en glutruðum því frá okkur." Skúli kvaðst ánægður með varnarleik Stjörnunnar, en fannst sínar stelpur ekki nógu grimmar að hlaupa til baka, en sex af tíu mörkum Vals í fyrri hálfleik komu úr hraðaupphlaupum. "Það var okkar akkilesarhæll, fannst mér. Svo eru nokkur atriði í lokin sem eru svona stöngin inn, stöngin út. Auðvitað eru leikmennirnir orðnir þreyttir og þetta er álag, sérstaklega í svona tvíframlengdum leikjum." "Þetta var hörku leikur og við vorum að spila vel heilt yfir, en við þurfum að bæta nokkra þætti. Ég er sáttari með að tapa svona, en með 3-4 mörkum í venjulegum leiktíma," sagði Skúli að endingu.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Það þurfti 80 mínútur til að knýja fram úrslit í öðrum leik Vals og Stjörnunnar í lokaúrslitum Olís deildar kvenna sem fór fram í Vodafone höllinni í kvöld. Að lokum voru það heimakonur sem höfðu betur, 25-23, og jöfnuðu þar með metin í einvígi liðanna.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan. Leikurinn var lengst af jafn, næstum óþægilega spennandi á köflum, en það hafa verið spilaðir betri handboltaleikir á Íslandi. Uppsettur sóknarleikur beggja liða var stirður, en það gæti átt sér eðlilegar skýringar eins og Stefán Arnarson, þjálfari Vals, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum. Þetta eru lið sem gjörþekkja hvort annað og það er erfitt að draga nýja ása upp úr erminni á þessum tímapunkti. Valskonur unnu leikinn fyrst og síðast fyrir tilstuðlan frábærs varnarleiks, góðrar markvörslu Berglindar Írisar Hansdóttur og hraðaupphlaupanna sem þær voru svo duglegar að keyra. Þar fór Karólína Bærhenz Lárusdóttir - besti leikmaður Vals í leiknum ásamt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur - fremst í flokki en hún skoraði fimm hraðaupphlaupsmörk í leiknum. Þessi auðveldu mörk skiptu sköpum í ljósi þess að Hrafnhildur Skúladóttir komst ekki á blað í leiknum, sem er óvanalegt á þeim bænum. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur í meira lagi. Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum, en Stjörnukonur náðu fljótlega undirtökunum. Vörn Garðarbæjarliðsins var sterk og sóknarleikurinn vel skipulagður. Það sama var ekki hægt að segja um sóknarleik heimakvenna sem var staður og ómarkviss. Á 19. mínútu, í stöðunni 5-8, fékk Bryndís Elín Wöhler, leikmaður Vals, tveggja mínútna brottvísun. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og skipulagði sóknarleikinn. Stjarnan nýtti sér liðsmuninn, skoraði tvö mörk, bæði eftir sama leikkerfi, og náði fimm marka forystu, 5-10. Þá snerist leikurinn hins vegar við. Valskonur minnkuðu muninn í þrjú mörk og í stöðunni 7-10 missti Stjarnan Esther Viktoríu Ragnarsdóttur út af í tvær mínútur og líkt og Stjarnan, þá nýttu heimakonur sér liðsmuninn vel. Varnarleikur Vals styrktist og hann skilaði liðinu fjórum hraðaupphlaupsmörkum á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks. Valskonum tókst að jafna leikinn og staðan var 10-10 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bæði lið voru mistæk í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var allt að því erfiður á að horfa. Stjarnan komst tveimur mörkum yfir, 11-13, eftir mark Jónu Margrétar Ragnarsdóttur, en þá komu fjögur Valsmörk í röð. Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög slakur á þessum kafla, en þegar Esther minnkaði muninn í 15-14 á 47. mínútu, var það aðeins fjórða mark Stjörnukvenna á 27 mínútum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Rebekka Rut Skúladóttir kom heimakonum tveimur mörkum yfir með góðu marki úr horninu, en Stjörnukonur neituðu að gefast upp og Jóna Margrét - sem var markahæst í liði Stjörnunnar með tíu mörk - jafnaði leikinn í 19-19 eftir hraðaupphlaup. Því þurfti að grípa til framlengingar. Hún var jafn spennandi og lokamínúturnar. Aftur voru það Valskonur sem voru yfir þegar skammt var eftir og aftur voru það Stjörnukonur sem jöfnuðu leikinn. Það gerði Sólveig Lára Kjærnested þegar hún fór inn úr horninu og skoraði framhjá Berglindi; ísköld á ögurstundu. Það reyndist hins vegar vera síðasta mark Stjörnunnar í leiknum. Valskonur skelltu í lás í vörninni í seinni framlengingunni og Stjörnukonur áttu engin svör við varnarleik heimakvenna. Stjörnuvörnin var einnig sterk, eins og hún var allan leikinn, en Valskonur fundu leiðina í gegnum hana í tvígang og það dugði til. Lokatölur 25-23, Val í vil. Næsti leikur liðanna fer fram í Garðabæ á sunnudaginn kemur. Stefán: Snýst um karakter og sigurvilja Þegar þetta er komið í tvær framlengingar, þá snýst þetta um karakter og sigurvilja. Við höfðum hann hér í kvöld og ég er gríðarlega ánægður með það," sagði Stefán Arnarson eftir sigurinn á Stjörnunni. Valsliðið spilaði frábæra vörn og þá sérstaklega í seinni framlengingunni þar sem Stjarnan skoraði ekki mark. "Ég var mjög ánægður með það. Og ég hef áður sagt að þegar við spilum okkar vörn, þá eiga lið oft í erfiðleikum með að skora gegn okkur. Ef eitthvað lið átti þennan sigur skilinn, þá var það Valur." Uppsettur sóknarleikur liðanna var fremur slakur í leiknum. Stefán segir það eiga sér eðlilegar skýringar. "Bæði Stjarnan og Valur spila sín kerfi, sem þau þekkja út og inn. Þú getur ekki endalaust komið með eitthvað nýtt og því er eðlilegt að sóknarleikurinn hökti. Það sem er ánægjulegt er að við erum að keyra hraðaupphlaupin mjög vel og í seinni framlengingunni erum við að skora tvö mörk úr seinni bylgju hraðaupphlaupa, sem er frábært," sagði Stefán að lokum.Skúli:Of fáar sem stigu upp í sókninni "Þetta var bara hörku leikur tveggja jafnra liða og sigurinn endaði Valsmegin. Leikurinn einkenndist af miklum og góðum vörnum og fínni markvörslu, en sóknir liðanna voru ekki alltaf nógu beittar. Þetta var hörku leikur og það var mjög mjótt á mununum," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Val eftir tvíframlengdan leik. "Auðvitað er ég fúll með að tapa, en mér fannst mínar stelpur standa sig mjög vel. Við tökum einhverja hluti út úr þessum leik og vinnum með þá." Sóknarleikur Stjörnunnar var oft á tíðum stirður, en Skúli sagði að liðið hefði ekki fengið framlag frá nógu mörgum leikmönnum. "Það voru of fáar að stíga upp í sókninni, en við eigum þær bara inni. Það var mikið um mistök á báða bóga og við áttum rosalega slæma kafla í fyrri hálfleik. Við komust þó í 10-5, en síðan skorum við ekki síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Botninn datt úr þessu og þá kom algjör holskefla af mistökum. Við vorum komnar með tak á leiknum en glutruðum því frá okkur." Skúli kvaðst ánægður með varnarleik Stjörnunnar, en fannst sínar stelpur ekki nógu grimmar að hlaupa til baka, en sex af tíu mörkum Vals í fyrri hálfleik komu úr hraðaupphlaupum. "Það var okkar akkilesarhæll, fannst mér. Svo eru nokkur atriði í lokin sem eru svona stöngin inn, stöngin út. Auðvitað eru leikmennirnir orðnir þreyttir og þetta er álag, sérstaklega í svona tvíframlengdum leikjum." "Þetta var hörku leikur og við vorum að spila vel heilt yfir, en við þurfum að bæta nokkra þætti. Ég er sáttari með að tapa svona, en með 3-4 mörkum í venjulegum leiktíma," sagði Skúli að endingu.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti