Handbolti

Valur vann lokaleik deildarkeppninnar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Krsitín Guðmundsdóttir fór mikinn í dag
Krsitín Guðmundsdóttir fór mikinn í dag vísir/stefán
Deildarkeppni Olís deildar kvenna lauk í dag þegar Valur vann öruggan sigur á KA/Þór 38-15 í Vodafone höllinni að Hlíðarenda. Valur var 20-8 yfir í hálfleik.

Ljóst var fyrir leik dagsins að Valur myndi hafna í öðru sæti deildarinnar en KA/Þór hefði getað lyft sér úr 11. sæti í það 10. en ljóst var að liðið leikur ekki í úrslitakeppninni.

Þó ekkert hafi verið í húfi sýndi Valur sparihliðarnar og gaf ekkert eftir. Kristín Guðmundsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Val, Aðalheiður Hreinsdóttir 6 og Karólína Bæhrenz Lárudóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir 5 mörk hvor.

Arna Kristín Einarsdóttir skoraði 5 mörk fyrir KA/Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×