Handbolti

Svona tókum við Makedóníu síðast | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum gegn Makedóníu,
Aron Pálmarsson í leiknum gegn Makedóníu, Vísir/Vilhelm
Ísland mætir Makedóníu í öðrum leik liðanna í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta karla í Herning í Danmörku í dag.

Liðin mættust í riðlakeppni heimsmeistaramótsins á Spáni fyrir ári en þá höfðu Íslendingar betur í jöfnum leik 23-19 eftir að staðan hafði verið 10-10 í hálfleik.

Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Íslands í þeim leik og ljóst að strákarnir þurfa að vera á tánum gegn Kiril Lazarov og félögum í dag. Lazarov er markahæsti leikmaður keppninnar með 31 mark en örvhenta skyttan skoraði aðeins fjögur mörk í leiknum í janúar í fyrra.

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum á Spáni fyrir ári. Umfjöllun um leikinn á Vísi má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×