Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, er í öðru sæti yfir flest varin vítaskot á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku þegar keppni í milliriðlum er lokið og aðeins eftir leikir um sæti.
Björgvin Páll hefur varið fimm víti í fyrstu sex leikjum Íslands á mótinu en það er aðeins danski markvörðurinn Niklas Landin sem hefur varið fleiri víti en hann.
Landin hefur verið 8 af 19 vítum sem hann hefur reynt við (42 prósent vítamarkvarsla) en Björgvin Páll hefur varið 5 af 16 vítum sínum (31 prósent). Spænski markvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas hefur einnig varið fimm víti eins og okkar maður.
Aron Rafn Eðvarðsson hefur varið 2 af þeim 6 vítum sem hann hefur reynt við og eru íslensku markverðirnir því báðir með um 33 prósent hlutfallsmarkvörslu í vítaköstum.
