Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2014 12:05 Vísir/Daníel Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku. EM 2014 karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku.
EM 2014 karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira