Svona fór síðast gegn Ungverjum | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 14:51 Mynd/Skjáskot Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið. EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið.
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti