Ísland mætir Makedóníu í öðrum leik liðanna í milliriðli 1 á Evrópumóti karla í handknattleik í dag. Flautað verður til leiks klukkan 15.
Íslendingar lögðu Austurríkismenn 33-27 á laugardaginn og sitja í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig þegar tveir leikir eru eftir. Makedóníumenn hafa tvö stig í fimmta sæti riðilsins þrátt fyrir 31-25 tap gegn Ungverjum á laugardaginn.
Það kemur í hlut Tékkanna Václav Horáček og Jiří Novotný að sjá til þess að allt fari fram samkvæmt reglunum í Herning í dag. Félagarnir hafa þótt standa sig vel og eru enn á meðal þeirra dómara sem fá að dæma þá leiki sem eftir eru á mótinu.
Leikurinn hefst klukkan 15 og verður í beinni útvarps- og textalýsingu á Bylgjunni og hér á Vísi. Guðjón Guðmundsson nýtir gullbarkann á Bylgjunni og Henry Birgir Gunnarsson verður með púlsinn á lyklaborðinu á Vísi.
Tékkar með flautuna í leiknum gegn Makedóníumönnum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn