Alexander segist ekki þola álagið sem fylgi því að spila á stórmóti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Alexander gengur illa að ná sér góðum af axlarmeiðslum sínum og verður því ekki með Íslandi á EM. Mynd/Vilhelm Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í gær 21 manns æfingahóp fyrir Evrópumótið sem fer fram í Danmörku í janúar. Sjö leikmenn úr upprunalega hópnum eru dottnir út og aðeins sextán munu fara til Danmerkur. Stærstu tíðindin í gær voru auðvitað þau að stórskyttan Alexander Petersson skyldi ekki gefa kost á sér í hópinn vegna meiðsla. Þetta er annað stórmótið í röð sem Alexander mun missa af vegna sömu meiðsla. Fjarvera Alexanders er mikið högg fyrir landsliðið enda hefur hann verið lykilmaður á báðum endum vallarins. „Hann segist ekki þola álagið sem fylgi því að spila á stórmóti miðað við standið á honum í dag,“ segir Aron en kom ekki til greina að taka Alexander með og reyna að nýta hann eins og hann treysti sér til?Mynd/VilhelmAnnaðhvort með á fullu eða ekki „Við ræddum um þann möguleika en hann vildi annaðhvort vera með á fullu eða ekki,“ segir Aron en er hann sáttur við þessa niðurstöðu? „Hann er að glíma við erfið meiðsli sem ógna ferli hans. Þetta er orðið langt ferli hjá honum og spurning hvort hefði ekki mátt gera þetta öðruvísi? Manni hefur stundum fundist hann vera að spila mikið miðað við ástandið á honum. Sérstaklega í fyrra. Þetta er samt alltaf ákvarðanataka og erfitt að segja hvort hlutirnir hefðu verið öðru vísi ef þetta hefði verið gert á annan hátt. Það sem þó hefur verið gert virðist ekki vera að skila tilætluðum árangri enda hefur hann verið að glíma við þessi meiðsli lengi. Hann er að berjast fyrir ferli sínum.“ Það mun því koma í hlut þeirra Rúnars Kárasonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar að leysa stöðu vinstri skyttu. Rúnar er tiltölulega nýbyrjaður að spila reglulega en Ásgeir Örn spilar nánast ekkert fyrir sitt félag. „Það er ánægjulegt að Rúnar hafi farið til Hannover þar sem hann fær að spila. Hann er að standa sig vel þar. Ásgeir spilaði vel með okkur um daginn en auðvitað er ókostur að hann er lítið að spila hjá PSG.“Mynd/ValliÁsgeir lærði af síðasta móti Það kom í hlut Ásgeirs Arnar að leysa þessa stöðu á HM fyrir um ári og hann réð ekki nógu vel við hlutverkið. Þá var ábyrgðin mikil og hann getur deilt henni núna með Rúnari. „Ég tel að Ásgeir hafi lært mikið af þessu móti síðast. Hann var einn í stöðunni og ætlaði sér of mikið. Nú þarf hann að mæta afslappaðri og skila sínu sem hann getur. Hann og Rúnar eru ólíkir leikmenn og mynda fínt teymi.“ Aron er þegar búinn að velja markvarðapar sitt fyrir mótið og verður því ekki keppt um þær stöður. Björgvin Páll og Aron Rafn munu standa á milli stanganna rétt eins og þeir gerðu á síðasta móti. „Þessir tveir hafa verið að standa sig vel í ár bæði með landsliðinu og félagsliðum sínum þannig að ég ákvað að taka þá. Þeir vita sína stöðu, að þeir eru að fara á mótið. Hreiðar Levý verður hins vegar klár sem þriðji markvörður og ég mun kalla á hann inn ef þörf krefur.“ Það eru enn mörg spurningamerki með ástand leikmanna þegar tæpur mánuður er í mót. Vignir Svavarsson er meiddur og Arnór Þór Gunnarsson er að koma til baka eftir meiðsli. Ólafur Bjarki Ragnarsson er að spila mismikið og Ólafur Gústafsson enn minna. Svo er Arnór Atlason einnig meiddur og Aron Pálmarsson er að komast almennilega í gang eftir meiðsli. „Það verður smá púsluspil að velja sextán manns í lokahópinn. Það eru nokkur spurningamerki. Menn verða því að standa sig í þessum æfingum og æfingaleikjum fyrir mótið.“Mynd/Vilhelm EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í gær 21 manns æfingahóp fyrir Evrópumótið sem fer fram í Danmörku í janúar. Sjö leikmenn úr upprunalega hópnum eru dottnir út og aðeins sextán munu fara til Danmerkur. Stærstu tíðindin í gær voru auðvitað þau að stórskyttan Alexander Petersson skyldi ekki gefa kost á sér í hópinn vegna meiðsla. Þetta er annað stórmótið í röð sem Alexander mun missa af vegna sömu meiðsla. Fjarvera Alexanders er mikið högg fyrir landsliðið enda hefur hann verið lykilmaður á báðum endum vallarins. „Hann segist ekki þola álagið sem fylgi því að spila á stórmóti miðað við standið á honum í dag,“ segir Aron en kom ekki til greina að taka Alexander með og reyna að nýta hann eins og hann treysti sér til?Mynd/VilhelmAnnaðhvort með á fullu eða ekki „Við ræddum um þann möguleika en hann vildi annaðhvort vera með á fullu eða ekki,“ segir Aron en er hann sáttur við þessa niðurstöðu? „Hann er að glíma við erfið meiðsli sem ógna ferli hans. Þetta er orðið langt ferli hjá honum og spurning hvort hefði ekki mátt gera þetta öðruvísi? Manni hefur stundum fundist hann vera að spila mikið miðað við ástandið á honum. Sérstaklega í fyrra. Þetta er samt alltaf ákvarðanataka og erfitt að segja hvort hlutirnir hefðu verið öðru vísi ef þetta hefði verið gert á annan hátt. Það sem þó hefur verið gert virðist ekki vera að skila tilætluðum árangri enda hefur hann verið að glíma við þessi meiðsli lengi. Hann er að berjast fyrir ferli sínum.“ Það mun því koma í hlut þeirra Rúnars Kárasonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar að leysa stöðu vinstri skyttu. Rúnar er tiltölulega nýbyrjaður að spila reglulega en Ásgeir Örn spilar nánast ekkert fyrir sitt félag. „Það er ánægjulegt að Rúnar hafi farið til Hannover þar sem hann fær að spila. Hann er að standa sig vel þar. Ásgeir spilaði vel með okkur um daginn en auðvitað er ókostur að hann er lítið að spila hjá PSG.“Mynd/ValliÁsgeir lærði af síðasta móti Það kom í hlut Ásgeirs Arnar að leysa þessa stöðu á HM fyrir um ári og hann réð ekki nógu vel við hlutverkið. Þá var ábyrgðin mikil og hann getur deilt henni núna með Rúnari. „Ég tel að Ásgeir hafi lært mikið af þessu móti síðast. Hann var einn í stöðunni og ætlaði sér of mikið. Nú þarf hann að mæta afslappaðri og skila sínu sem hann getur. Hann og Rúnar eru ólíkir leikmenn og mynda fínt teymi.“ Aron er þegar búinn að velja markvarðapar sitt fyrir mótið og verður því ekki keppt um þær stöður. Björgvin Páll og Aron Rafn munu standa á milli stanganna rétt eins og þeir gerðu á síðasta móti. „Þessir tveir hafa verið að standa sig vel í ár bæði með landsliðinu og félagsliðum sínum þannig að ég ákvað að taka þá. Þeir vita sína stöðu, að þeir eru að fara á mótið. Hreiðar Levý verður hins vegar klár sem þriðji markvörður og ég mun kalla á hann inn ef þörf krefur.“ Það eru enn mörg spurningamerki með ástand leikmanna þegar tæpur mánuður er í mót. Vignir Svavarsson er meiddur og Arnór Þór Gunnarsson er að koma til baka eftir meiðsli. Ólafur Bjarki Ragnarsson er að spila mismikið og Ólafur Gústafsson enn minna. Svo er Arnór Atlason einnig meiddur og Aron Pálmarsson er að komast almennilega í gang eftir meiðsli. „Það verður smá púsluspil að velja sextán manns í lokahópinn. Það eru nokkur spurningamerki. Menn verða því að standa sig í þessum æfingum og æfingaleikjum fyrir mótið.“Mynd/Vilhelm
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira