Hugrekki - Umhyggja - Umburðarlyndi - Virðing Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 09:14 Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun