Sveigjanlegar forsendur fyrir sanngirni Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun