Vongóð um að fá fulla sjón Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2013 09:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir mun beita sér á hliðarlínunni í leikjum Vals í vetur. Mynd/Stefán Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira