Handbolti

Enn eitt áfallið: Guðjón Valur meiddur á kálfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur er reynslumesti leikmaður landsliðsins.
Guðjón Valur er reynslumesti leikmaður landsliðsins. Nordicphotos/AFP
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur á kálfa. Hann lék ekki með Kiel í ellefu marka sigri á Hamburg í gær.

Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson staðfestir í samtali við Handbolta.org að Guðjón Valur hafi meiðst á kálfa á jóladag. Ekki liggi fyrir hve alvarleg meiðsli hornamannsins séu en þau verði metin af íslenskum læknum við komuna til Íslands.

Fyrsti leikur Íslands á EM í Danmörku fer fram 12. janúar. Þegar á Arnór Atlasoní kapphlaupi við tímann vegna meiðsla á kálfa auk þess sem Alexander Peterssongefur ekki kost á sér vegna þrálátra axlarmeiðsla. Aron Pálmarsson hefur einnig átt við meiðsli að stríða en virðist vera á góðu róli. Hann skoraði fjögur mörk í leiknum í gær.

Landsliðsþjálfarinn staðfestir að Ólafur Gústafsson, leikmaður Flensburg, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður Bergischer, eigi einnig við meiðsli að stríða. Ólafur er slæmur í ristinni og Arnór meiddur á liðþófa í hné. Meiðsli þeirra verða sömuleiðis metin af læknateymi landsliðsins.

Vignir Svavsson hefur einnig verið slæmur í baki en er á batavegi að sögn Arons í samtali við Handbolta.org. Aron getur enn kallað inn sex leikmenn úr 28 manna æfingahópnum sem hann valdi á sínum tíma. Þegar hefur Gunnar Steinn Jónsson verið kallaður inn í hópinn vegna meiðsla Arnórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×