Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 21-32 | Fram mætir Val í úrslitum bikarsins Sigmar Sigfússon í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Fram vann afar sannfærandi ellefu marka sigur, 21 - 32, á Gróttu í seinni undanúrslitaleiknum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Það verða því Valur og Fram sem mætast á morgun í úrslitaleik Símabikarsins. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með og liðin skiptust á skora og jafna. Á 15 mínútu leiksins var staðan 5 – 5 og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis spretti fyrir sín lið. Þá gáfu stelpurnar úr Safamýrinni í og byrjuðu að spila grimma vörn sem skilaði sér í hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði hálfleikurinn 8 – 15 fyrir Fram og þægilegur sjö marka munur staðreynd. Fram hélt uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var vægast sagt óspennandi. Grótta átti aldrei möguleika og Safamýrastelpur bættu við forystuna hægt og rólega. Birna Berg Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru virkilega öflugar fyrir Fram og skoruðu sjö mörk hvor eða saman um helming marka Fram. Fram er með virkilega vel spilandi lið og því má segja að það verði hálfgerður drauma úrslitaleikur þegar þær taka á móti Val. Fram er með stóran og breiðan hóp og það skilaði þessum sigri ásamt miklum tæknifeilum Gróttu. Halldór: Þægilegt að hafa breiðan hóp„Við bjuggust alveg hörkuleik og að þær myndu gefa allt í þetta sem og þær gerðu. Lið Gróttu er á uppleið þannig að við vissum að við þyrftum að taka leikinn mjög alvarlega og á fullum krafti. Við unnum leikinn á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og ég er virkilega ánægður með þann kafla hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram eftir leikinn. „Leikurinn var gríðalega jafn í upphafi en þá setti ég Steinunni Björnsdóttir í miðjuna í vörnina hjá okkur og þetta small, þannig að það er þægilegt að hafa breiðan hóp og geta gert svona breytingar ef manni finnst eitthvað vanta upp á. „Leikurinn á morgun verður bara stál í stál, gömlu Reykjavíkurstórveldin mætast. Við verðum bara að taka þann slag, þegar maður er kominn í úrslit í bikar er þetta bara helmingslíkur. Sá leikur mun ráðast á fleiri fráköstum, fleiri vörðum boltum og færri feilsendingum og öllu því, gamla klisjan. Liðin eru mjög jöfn Valur og Fram, Valsstelpurnar eru gríðalega vel mannaðar en við ættum að eiga góðan möguleika á móti þeim ef við mætum vel skipulögð og á fullu.“ sagði Halldór að lokum. Sunna María Einarsdóttir var öflugust í liði Gróttu með níu mörk og átti fínan leik og það hefði mátt koma meira frá fleiri leikmönnum Gróttu í þessum leik. Sunna: Það er alltaf fúlt að tapa„Við er auðvitað mjög svekktar en að sama skapi mjög ánægðar með það að komast í undanúrslitin í Höllinni. En það kom þarna 7-0 kafli hjá þeim í fyrri hálfleik sem slóg okkur alveg út af laginu,“ sagði Sunna María „Við áttum að vera mun ágengari í vörninni á móti þeim og gera mun færri tæknifeila ásamt því að fleiri leikmenn þurftu að skila sínu fyrir félagið. Við köstuðum boltanum svona tíu sinnum í hendurnar á þeim sem skilaði sér ótal mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur“ „Fram og Valur eru vissulega sterkustu liðin á landinu en hin liðin eiga alveg að geta strítt þeim. En ef við spilum eins og við gerðum í dag eigum við ekki séns í þau, það er alveg ljóst“ „Það er alltaf fúlt að tapa og ég veit ekki hvernig stemningin er inn í klefa núna en þetta fer í reynslubankann“. Sagði Sunna að lokum Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Fram vann afar sannfærandi ellefu marka sigur, 21 - 32, á Gróttu í seinni undanúrslitaleiknum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Það verða því Valur og Fram sem mætast á morgun í úrslitaleik Símabikarsins. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með og liðin skiptust á skora og jafna. Á 15 mínútu leiksins var staðan 5 – 5 og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis spretti fyrir sín lið. Þá gáfu stelpurnar úr Safamýrinni í og byrjuðu að spila grimma vörn sem skilaði sér í hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði hálfleikurinn 8 – 15 fyrir Fram og þægilegur sjö marka munur staðreynd. Fram hélt uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var vægast sagt óspennandi. Grótta átti aldrei möguleika og Safamýrastelpur bættu við forystuna hægt og rólega. Birna Berg Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru virkilega öflugar fyrir Fram og skoruðu sjö mörk hvor eða saman um helming marka Fram. Fram er með virkilega vel spilandi lið og því má segja að það verði hálfgerður drauma úrslitaleikur þegar þær taka á móti Val. Fram er með stóran og breiðan hóp og það skilaði þessum sigri ásamt miklum tæknifeilum Gróttu. Halldór: Þægilegt að hafa breiðan hóp„Við bjuggust alveg hörkuleik og að þær myndu gefa allt í þetta sem og þær gerðu. Lið Gróttu er á uppleið þannig að við vissum að við þyrftum að taka leikinn mjög alvarlega og á fullum krafti. Við unnum leikinn á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og ég er virkilega ánægður með þann kafla hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram eftir leikinn. „Leikurinn var gríðalega jafn í upphafi en þá setti ég Steinunni Björnsdóttir í miðjuna í vörnina hjá okkur og þetta small, þannig að það er þægilegt að hafa breiðan hóp og geta gert svona breytingar ef manni finnst eitthvað vanta upp á. „Leikurinn á morgun verður bara stál í stál, gömlu Reykjavíkurstórveldin mætast. Við verðum bara að taka þann slag, þegar maður er kominn í úrslit í bikar er þetta bara helmingslíkur. Sá leikur mun ráðast á fleiri fráköstum, fleiri vörðum boltum og færri feilsendingum og öllu því, gamla klisjan. Liðin eru mjög jöfn Valur og Fram, Valsstelpurnar eru gríðalega vel mannaðar en við ættum að eiga góðan möguleika á móti þeim ef við mætum vel skipulögð og á fullu.“ sagði Halldór að lokum. Sunna María Einarsdóttir var öflugust í liði Gróttu með níu mörk og átti fínan leik og það hefði mátt koma meira frá fleiri leikmönnum Gróttu í þessum leik. Sunna: Það er alltaf fúlt að tapa„Við er auðvitað mjög svekktar en að sama skapi mjög ánægðar með það að komast í undanúrslitin í Höllinni. En það kom þarna 7-0 kafli hjá þeim í fyrri hálfleik sem slóg okkur alveg út af laginu,“ sagði Sunna María „Við áttum að vera mun ágengari í vörninni á móti þeim og gera mun færri tæknifeila ásamt því að fleiri leikmenn þurftu að skila sínu fyrir félagið. Við köstuðum boltanum svona tíu sinnum í hendurnar á þeim sem skilaði sér ótal mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur“ „Fram og Valur eru vissulega sterkustu liðin á landinu en hin liðin eiga alveg að geta strítt þeim. En ef við spilum eins og við gerðum í dag eigum við ekki séns í þau, það er alveg ljóst“ „Það er alltaf fúlt að tapa og ég veit ekki hvernig stemningin er inn í klefa núna en þetta fer í reynslubankann“. Sagði Sunna að lokum
Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira