Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 21-32 | Fram mætir Val í úrslitum bikarsins Sigmar Sigfússon í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Fram vann afar sannfærandi ellefu marka sigur, 21 - 32, á Gróttu í seinni undanúrslitaleiknum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Það verða því Valur og Fram sem mætast á morgun í úrslitaleik Símabikarsins. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með og liðin skiptust á skora og jafna. Á 15 mínútu leiksins var staðan 5 – 5 og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis spretti fyrir sín lið. Þá gáfu stelpurnar úr Safamýrinni í og byrjuðu að spila grimma vörn sem skilaði sér í hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði hálfleikurinn 8 – 15 fyrir Fram og þægilegur sjö marka munur staðreynd. Fram hélt uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var vægast sagt óspennandi. Grótta átti aldrei möguleika og Safamýrastelpur bættu við forystuna hægt og rólega. Birna Berg Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru virkilega öflugar fyrir Fram og skoruðu sjö mörk hvor eða saman um helming marka Fram. Fram er með virkilega vel spilandi lið og því má segja að það verði hálfgerður drauma úrslitaleikur þegar þær taka á móti Val. Fram er með stóran og breiðan hóp og það skilaði þessum sigri ásamt miklum tæknifeilum Gróttu. Halldór: Þægilegt að hafa breiðan hóp„Við bjuggust alveg hörkuleik og að þær myndu gefa allt í þetta sem og þær gerðu. Lið Gróttu er á uppleið þannig að við vissum að við þyrftum að taka leikinn mjög alvarlega og á fullum krafti. Við unnum leikinn á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og ég er virkilega ánægður með þann kafla hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram eftir leikinn. „Leikurinn var gríðalega jafn í upphafi en þá setti ég Steinunni Björnsdóttir í miðjuna í vörnina hjá okkur og þetta small, þannig að það er þægilegt að hafa breiðan hóp og geta gert svona breytingar ef manni finnst eitthvað vanta upp á. „Leikurinn á morgun verður bara stál í stál, gömlu Reykjavíkurstórveldin mætast. Við verðum bara að taka þann slag, þegar maður er kominn í úrslit í bikar er þetta bara helmingslíkur. Sá leikur mun ráðast á fleiri fráköstum, fleiri vörðum boltum og færri feilsendingum og öllu því, gamla klisjan. Liðin eru mjög jöfn Valur og Fram, Valsstelpurnar eru gríðalega vel mannaðar en við ættum að eiga góðan möguleika á móti þeim ef við mætum vel skipulögð og á fullu.“ sagði Halldór að lokum. Sunna María Einarsdóttir var öflugust í liði Gróttu með níu mörk og átti fínan leik og það hefði mátt koma meira frá fleiri leikmönnum Gróttu í þessum leik. Sunna: Það er alltaf fúlt að tapa„Við er auðvitað mjög svekktar en að sama skapi mjög ánægðar með það að komast í undanúrslitin í Höllinni. En það kom þarna 7-0 kafli hjá þeim í fyrri hálfleik sem slóg okkur alveg út af laginu,“ sagði Sunna María „Við áttum að vera mun ágengari í vörninni á móti þeim og gera mun færri tæknifeila ásamt því að fleiri leikmenn þurftu að skila sínu fyrir félagið. Við köstuðum boltanum svona tíu sinnum í hendurnar á þeim sem skilaði sér ótal mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur“ „Fram og Valur eru vissulega sterkustu liðin á landinu en hin liðin eiga alveg að geta strítt þeim. En ef við spilum eins og við gerðum í dag eigum við ekki séns í þau, það er alveg ljóst“ „Það er alltaf fúlt að tapa og ég veit ekki hvernig stemningin er inn í klefa núna en þetta fer í reynslubankann“. Sagði Sunna að lokum Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Fram vann afar sannfærandi ellefu marka sigur, 21 - 32, á Gróttu í seinni undanúrslitaleiknum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Það verða því Valur og Fram sem mætast á morgun í úrslitaleik Símabikarsins. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með og liðin skiptust á skora og jafna. Á 15 mínútu leiksins var staðan 5 – 5 og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis spretti fyrir sín lið. Þá gáfu stelpurnar úr Safamýrinni í og byrjuðu að spila grimma vörn sem skilaði sér í hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði hálfleikurinn 8 – 15 fyrir Fram og þægilegur sjö marka munur staðreynd. Fram hélt uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var vægast sagt óspennandi. Grótta átti aldrei möguleika og Safamýrastelpur bættu við forystuna hægt og rólega. Birna Berg Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru virkilega öflugar fyrir Fram og skoruðu sjö mörk hvor eða saman um helming marka Fram. Fram er með virkilega vel spilandi lið og því má segja að það verði hálfgerður drauma úrslitaleikur þegar þær taka á móti Val. Fram er með stóran og breiðan hóp og það skilaði þessum sigri ásamt miklum tæknifeilum Gróttu. Halldór: Þægilegt að hafa breiðan hóp„Við bjuggust alveg hörkuleik og að þær myndu gefa allt í þetta sem og þær gerðu. Lið Gróttu er á uppleið þannig að við vissum að við þyrftum að taka leikinn mjög alvarlega og á fullum krafti. Við unnum leikinn á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og ég er virkilega ánægður með þann kafla hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram eftir leikinn. „Leikurinn var gríðalega jafn í upphafi en þá setti ég Steinunni Björnsdóttir í miðjuna í vörnina hjá okkur og þetta small, þannig að það er þægilegt að hafa breiðan hóp og geta gert svona breytingar ef manni finnst eitthvað vanta upp á. „Leikurinn á morgun verður bara stál í stál, gömlu Reykjavíkurstórveldin mætast. Við verðum bara að taka þann slag, þegar maður er kominn í úrslit í bikar er þetta bara helmingslíkur. Sá leikur mun ráðast á fleiri fráköstum, fleiri vörðum boltum og færri feilsendingum og öllu því, gamla klisjan. Liðin eru mjög jöfn Valur og Fram, Valsstelpurnar eru gríðalega vel mannaðar en við ættum að eiga góðan möguleika á móti þeim ef við mætum vel skipulögð og á fullu.“ sagði Halldór að lokum. Sunna María Einarsdóttir var öflugust í liði Gróttu með níu mörk og átti fínan leik og það hefði mátt koma meira frá fleiri leikmönnum Gróttu í þessum leik. Sunna: Það er alltaf fúlt að tapa„Við er auðvitað mjög svekktar en að sama skapi mjög ánægðar með það að komast í undanúrslitin í Höllinni. En það kom þarna 7-0 kafli hjá þeim í fyrri hálfleik sem slóg okkur alveg út af laginu,“ sagði Sunna María „Við áttum að vera mun ágengari í vörninni á móti þeim og gera mun færri tæknifeila ásamt því að fleiri leikmenn þurftu að skila sínu fyrir félagið. Við köstuðum boltanum svona tíu sinnum í hendurnar á þeim sem skilaði sér ótal mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur“ „Fram og Valur eru vissulega sterkustu liðin á landinu en hin liðin eiga alveg að geta strítt þeim. En ef við spilum eins og við gerðum í dag eigum við ekki séns í þau, það er alveg ljóst“ „Það er alltaf fúlt að tapa og ég veit ekki hvernig stemningin er inn í klefa núna en þetta fer í reynslubankann“. Sagði Sunna að lokum
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira