Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 19-27 | Bikarmeistararnir í úrslit Sigmar Sigfússon í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira