Uppgjör við fortíðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. júlí 2012 06:00 Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun