Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi Kristín Ómarsdóttir skrifar 29. júní 2012 16:00 Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun