Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 07:30 Ramune er hér í leik með Haukum en þar vann hún fjölmarga titla áður en hún hélt til Noregs árið 2010.fréttablaðið/anton Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira