Vatnið okkar – auðlind til framtíðar 22. mars 2012 06:00 Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni. Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni. Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu. Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu. Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016. Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum. Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni. Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni. Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu. Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu. Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016. Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum. Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun