

Vatnið okkar – auðlind til framtíðar
Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni.
Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu.
Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu.
Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016.
Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum.
Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir.
Skoðun

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar