Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-28 | Framkonur deildarbikarmeistarar Kristinn Páll Teitsson í Laugardalshöllinni skrifar 28. desember 2012 15:28 Framarar eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 28-24, í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld. Valsliðið var handhafi allra titla sem í boði eru hér á landi fyrir leikinn og hafa þessi lið ítrekað mætt hvor öðru í úrslitaleikjum síðastliðin ár. Þetta var fjórða árið í röð sem Framliðið kemst í úrslit deildarbikarsins en í síðustu tvö skipti hafa þær þurft að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Valsliðinu. Þrátt fyrir að Valsliðið hafi spilað erfiðann leik sem entist í 80. mínútur í gær byrjuðu þær leikinn betur í dag. Eftir sex mínútur var staðan 3-1 fyrir Valsliðinu og ekki að sjá mikil þreytumerki. Eftir það virtist Framliðið einfaldlega taka við sér, þær náðu forskotinu aðeins nokkrum mínútum síðar og fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 10-12. Framarar héldu áfram að sigla hægt og bítandi fram úr Valsliðinu og náðu þær mest fimm marka mun í seinni hálfleik. Þrátt fyrir ágætis áhlaup Valsliðsins þar sem nær minnkuðu muninn niður í tvö mörk náðu þær aldrei að brúa bilið til fulls og lauk leiknum því með sigri Framara. Þetta er fyrsta tap Valskvenna á móti íslensku liði á tímabilinu en stelpunum hans Stefáns Arnarsonar mistókst þar með að tryggja sér fimmta titilinn á árinu. Í Framliðinu voru Elísabet Gunnarsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir markahæstar með 8 mörk hvor en í liði Vals var Anna Úrsúla markahæst með 6 mörk. Elísabet: Komið ágætt af silfrinu„Við vorum hungraðar í sigur, þetta var komið ágætt af silfrinu. Við vorum mjög góðar í gær og þetta var einfaldlega bara stígandi frá þeim leik." sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Við erum búnar að vera æfa vel og mér fannst við eiga þennan sigur fullkomlega skilið." Framarar unnu auðveldan sigur á ÍBV í gær á meðan Valsliðið spilaði 80. mínútna háspennuleik við Stjörnuna. „Þegar maður kemur inn í leikinn þá gleymir maður þreytunni. Þær eru með nægilega marga landsliðsmenn sem eru vanar þessu en kannski sat þetta eitthvað í þeim." „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og vörðumst vel gegn leikmönnunum sem hafa verið að skora mikið gegn okkur. Það spilaði líka stórt inn í að við héldum alltaf áfram, við höfðum trú á okkur sama hvaða áhlaup þær reyndu." „Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur, við höfum átt í vandræðum með þessa Valsgrýlu og tapað trekk í trekk. Þetta er flott fyrir sjálfstraustið okkar en þær koma eflaust brjálaðar inn í næsta leik milli okkar," sagði Elísabet. Dagný: Lærum vonandi af þessum leik„Það er alltaf glatað að tapa og við kunnum þetta varla því það er svo langt síðan við töpuðum síðast," sagði Dagný Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við áttum hinsvegar ekkert skilið í dag, við áttum varla skilið að spila þennan leik í dag miðað við frammistöðuna." Valsliðið spilaði langann leik í gærkvöldi og voru undir nánast allann leikinn í kvöld. „Það fór mikill kraftur í síðasta leik, að spila í áttatíu mínútur eftir jólasteikina. Við erum einfaldlega með þunnan hóp og erum að keyra þetta á átta leikmönnum. Mér fannst formið í dag klikka og ég hélt að við gætum tapað með tuttugu mörkum." „Við vorum alltaf að elta þær, við náðum þessu niður í tvö mörk og það fór mikil orka í það." Þetta er fyrsti tapleikur Vals í langann tíma en Valsliðið hefur unnið flesta bikara sem eru í boði síðastliðin ár. „Það er alltaf gaman að sjá meiri samkeppni, að sjá fleiri berjast um titlana. Við erum búnar að taka allt og ætluðum að taka síðasta titilinn en vonandi lærum við bara af þessum leik," sagði Dagný. Stella: Kominn tími til„Það var kominn tími til, þetta var frábær sigur," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram sátt eftir leikinn. „Við fundum fyrir miklum krafti og samheldni í gær og við spiluðum flottan bolta bæði í gær og í dag." Framliðið hafði undirtökin nánast allann leikinn í dag. „Það er ekki að sjá á okkur að við höfum verið að borða reykt kjöt um jólin. Við erum í flottu standi og höfum nýtt tímann vel um jólin, æft vel og það skilaði sér í kvöld." „Maður fann einhvernveginn öryggi, um leið og við náðum 3-4 marka forskoti fannst mér þetta vera komið. Það fór aðeins um mig þegar þær minnkuðu muninn í tvö rétt fyrir lokin en mér fannst við alltaf stjórna leiknum." „Þetta getur reynst gríðarlega mikilvægur sigur, við fáum aukið sjálfstraust vitandi að við getum unnið þær og vonandi getum við byggt á þessu," sagði Stella.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Framarar eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 28-24, í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld. Valsliðið var handhafi allra titla sem í boði eru hér á landi fyrir leikinn og hafa þessi lið ítrekað mætt hvor öðru í úrslitaleikjum síðastliðin ár. Þetta var fjórða árið í röð sem Framliðið kemst í úrslit deildarbikarsins en í síðustu tvö skipti hafa þær þurft að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Valsliðinu. Þrátt fyrir að Valsliðið hafi spilað erfiðann leik sem entist í 80. mínútur í gær byrjuðu þær leikinn betur í dag. Eftir sex mínútur var staðan 3-1 fyrir Valsliðinu og ekki að sjá mikil þreytumerki. Eftir það virtist Framliðið einfaldlega taka við sér, þær náðu forskotinu aðeins nokkrum mínútum síðar og fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 10-12. Framarar héldu áfram að sigla hægt og bítandi fram úr Valsliðinu og náðu þær mest fimm marka mun í seinni hálfleik. Þrátt fyrir ágætis áhlaup Valsliðsins þar sem nær minnkuðu muninn niður í tvö mörk náðu þær aldrei að brúa bilið til fulls og lauk leiknum því með sigri Framara. Þetta er fyrsta tap Valskvenna á móti íslensku liði á tímabilinu en stelpunum hans Stefáns Arnarsonar mistókst þar með að tryggja sér fimmta titilinn á árinu. Í Framliðinu voru Elísabet Gunnarsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir markahæstar með 8 mörk hvor en í liði Vals var Anna Úrsúla markahæst með 6 mörk. Elísabet: Komið ágætt af silfrinu„Við vorum hungraðar í sigur, þetta var komið ágætt af silfrinu. Við vorum mjög góðar í gær og þetta var einfaldlega bara stígandi frá þeim leik." sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Við erum búnar að vera æfa vel og mér fannst við eiga þennan sigur fullkomlega skilið." Framarar unnu auðveldan sigur á ÍBV í gær á meðan Valsliðið spilaði 80. mínútna háspennuleik við Stjörnuna. „Þegar maður kemur inn í leikinn þá gleymir maður þreytunni. Þær eru með nægilega marga landsliðsmenn sem eru vanar þessu en kannski sat þetta eitthvað í þeim." „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og vörðumst vel gegn leikmönnunum sem hafa verið að skora mikið gegn okkur. Það spilaði líka stórt inn í að við héldum alltaf áfram, við höfðum trú á okkur sama hvaða áhlaup þær reyndu." „Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur, við höfum átt í vandræðum með þessa Valsgrýlu og tapað trekk í trekk. Þetta er flott fyrir sjálfstraustið okkar en þær koma eflaust brjálaðar inn í næsta leik milli okkar," sagði Elísabet. Dagný: Lærum vonandi af þessum leik„Það er alltaf glatað að tapa og við kunnum þetta varla því það er svo langt síðan við töpuðum síðast," sagði Dagný Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við áttum hinsvegar ekkert skilið í dag, við áttum varla skilið að spila þennan leik í dag miðað við frammistöðuna." Valsliðið spilaði langann leik í gærkvöldi og voru undir nánast allann leikinn í kvöld. „Það fór mikill kraftur í síðasta leik, að spila í áttatíu mínútur eftir jólasteikina. Við erum einfaldlega með þunnan hóp og erum að keyra þetta á átta leikmönnum. Mér fannst formið í dag klikka og ég hélt að við gætum tapað með tuttugu mörkum." „Við vorum alltaf að elta þær, við náðum þessu niður í tvö mörk og það fór mikil orka í það." Þetta er fyrsti tapleikur Vals í langann tíma en Valsliðið hefur unnið flesta bikara sem eru í boði síðastliðin ár. „Það er alltaf gaman að sjá meiri samkeppni, að sjá fleiri berjast um titlana. Við erum búnar að taka allt og ætluðum að taka síðasta titilinn en vonandi lærum við bara af þessum leik," sagði Dagný. Stella: Kominn tími til„Það var kominn tími til, þetta var frábær sigur," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram sátt eftir leikinn. „Við fundum fyrir miklum krafti og samheldni í gær og við spiluðum flottan bolta bæði í gær og í dag." Framliðið hafði undirtökin nánast allann leikinn í dag. „Það er ekki að sjá á okkur að við höfum verið að borða reykt kjöt um jólin. Við erum í flottu standi og höfum nýtt tímann vel um jólin, æft vel og það skilaði sér í kvöld." „Maður fann einhvernveginn öryggi, um leið og við náðum 3-4 marka forskoti fannst mér þetta vera komið. Það fór aðeins um mig þegar þær minnkuðu muninn í tvö rétt fyrir lokin en mér fannst við alltaf stjórna leiknum." „Þetta getur reynst gríðarlega mikilvægur sigur, við fáum aukið sjálfstraust vitandi að við getum unnið þær og vonandi getum við byggt á þessu," sagði Stella.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira