Stuðningsgrein: Að hafa áhrif á samfélag sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2012 16:00 Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun