Kosið um málefni eða traust? Stefán Gíslason skrifar 12. júní 2012 15:48 Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun