Kosið um málefni eða traust? Stefán Gíslason skrifar 12. júní 2012 15:48 Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun