Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-28 | Fram leiðir einvígið 1-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hliðarenda skrifar 2. maí 2012 18:31 Stella fór á kostum í kvöld. mynd/vilhelm Fram skellti Íslands-, bikar-, deildar- og deildarbikarmeisturum Vals 28-23 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Fram leiddi allan leikinn og var sigurinn í raun öruggur. Fram leiðir því einvígið 1-0. Fram byrjaði leikinn mun betur og leiddi leikinn frá upphafi til enda. Fram náði sex marka forystu þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Valur náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik, 14-11, en Fram hóf seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri og jók forskotið fljótt aftur. Fram lék frábæran varnarleik og náði að halda lykilmönnum í liði Vals algjörlega niðri. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ekki mark í leiknum auk þess sem Valur skoraði ekki mark úr hraðaupphlaupi fyrr en á 42. mínútu enda varnarleikur liðsins ekki góður og markvarslan engin. Fram virkaði einfaldlega hungraðara í leiknum og mun baráttuglaðara. Guðrún Ósk Maríasdóttir var góð í markinu fyrir aftan sterka vörnina og í sókninni fór Stella Sigurðardóttir á kostum en hún skoraði 12 mörk í aðeins 16 skotum. Stella meiddist þegar níu mínútur voru eftir af leiknum og þá stigu samherjar hennar upp og sáu til þess að Valur næði ekki að gera leikinn spennandi þó liðið reyndi framliggjandi vörn til að brjóta leikinn upp. Stella: Vorum grimmariStella ræðir hér við þjálfara Vals.mynd/vilhelm„Við vorum mun grimmari í þessum leik. Við mættum ákveðnar til leiks og mér fannst þetta vera öruggt allan leikinn. Vörnin var góð og markvarslan öflug í kjölfarið," sagði Stella eftir leikinn en hún segist fullviss um að hún verði búin að jafna sig af krampanum sem hélt henni utan vallar síðustu mínútur leiksins. „Við ætluðum að mæta ákveðnar til leiks því við lentum 6-1 undir gegn þeim síðast. Við vorum ákveðnar í að byrja leikinn vel og það skilaði sér. Það er líka erfitt að vera að elta og því var mikilvægt að byrja svona vel. Það er líka mikilvægt fyrir sjálfstraustið að ná fyrsta sigrinum hérna, „Munurinn fór minnst niður í þrjú mörk og það kom aldrei nein hræðsla í liðið. Við náðum alltaf að halda okkar striki og spila okkar leik. Þetta gekk mjög fínt," sagði Stella sem segir sigurinn fylla liðið sjálfstrausti. „Það er alltaf talað um Val sem betra liðið en núna vitum við að við getum unnið þær en við vitum líka að við þurfum allar að eiga góðan leik til að sigra þær. Þegar við töpuðum fyrir þeim í deildinni þá var hugarfarið ekki rétt stillt hjá okkur. Við gerðum mikið af klaufa mistökum sem okkur tókst að halda í lágmarki í kvöld. Þetta var frábær leikur frá fyrstu mínútu," sagði Stella að lokum. Einar: Byrjunin kveikti í okkurmynd/vilhelm„Við sýndum það frá fyrstu mínútu að við ætluðum okkur þetta. Við vorum mjög grimmar og spiluðum þaðan sem frá var horfið gegn ÍBV og jafnvel bætt aðeins í. Þetta var virkilega flottur sigur," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. „Við erum að spila gegn frábæru liði og að leggja þær að velli hér í Vodafone höllinni finnst mér vera stórkostlegur árangur. Við vorum mjög heilsteyptar í lokin. „Við fögnum þessu í 15 mínútur og þegar við göngum út úr húsinu þá þurfa leikmenn að fara að einbeita sér að næsta verkefni og ná líkama og sál í lag fyrir næsta leik. „Það var óvenju sjaldan sem það var stöngin út í dag hjá okkur. Mér fannst vörnin mjög góð lengst af og við byrjum vel. Við höfum ekki byrjað vel í leikjunum tveimur hér í vetur sem við töpuðum. Það gaf okkur aukið sjálfstraust. Byrjunin kveikti í okkur," sagði Einar. Stefán: Ætlum ekki að tapa fleiri leikjummynd/vilhelm„Við náðum okkur aldrei á strik og töpuðum gegn miklu betra liði hér í kvöld," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í kvöld. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn. Við reyndum þrjú afbrigði sem ekkert gekk. Þar að leiðandi var markvarslan ekki góð. Sóknarleikurinn var mjög dapur og við fengum engin hraðaupphlaup. Seinni bylgjan var léleg, heilt yfir þá spiluðum við illa. „Fram spilaði mjög vel og ef annað liðið spilar mjög vel og við svörum ekki þá fer þetta svona," sagði Stefán sem gaf ekki mikið fyrir að Fram hungri meira í titilinn eftir að hafa horft á Val fagna tvö síðustu árin. „Það er mikið hungur í okkur að ná þessum titli en maður spilar ekki alla leiki vel og við spiluðum því miður ekki vel í þessum leik og töpuðum. „Við þurfum að fara yfir þetta því það eru allt of margir hlutir í ólagi. Það skrifast á mig því leikmenn lögðu sig virkilega fram og ég þarf að líta í eigin barm og finna svör við þessu. Það eru margir leikmenn sem ná sér ekki á strik en við töpum sem lið og ég ber ábyrgð á þessu. Leikmennirnir reyndu en það gekk ekki. „Við höfum ekki tapað mörgum leikjum og ætlum ekki að tapa fleiri leikjum í þessu einvígi. Við ætlum að vinna þetta einvígi og vinna á föstudaginn en til þess að það gerist þarf margt að breytast," sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Fram skellti Íslands-, bikar-, deildar- og deildarbikarmeisturum Vals 28-23 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Fram leiddi allan leikinn og var sigurinn í raun öruggur. Fram leiðir því einvígið 1-0. Fram byrjaði leikinn mun betur og leiddi leikinn frá upphafi til enda. Fram náði sex marka forystu þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Valur náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik, 14-11, en Fram hóf seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri og jók forskotið fljótt aftur. Fram lék frábæran varnarleik og náði að halda lykilmönnum í liði Vals algjörlega niðri. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ekki mark í leiknum auk þess sem Valur skoraði ekki mark úr hraðaupphlaupi fyrr en á 42. mínútu enda varnarleikur liðsins ekki góður og markvarslan engin. Fram virkaði einfaldlega hungraðara í leiknum og mun baráttuglaðara. Guðrún Ósk Maríasdóttir var góð í markinu fyrir aftan sterka vörnina og í sókninni fór Stella Sigurðardóttir á kostum en hún skoraði 12 mörk í aðeins 16 skotum. Stella meiddist þegar níu mínútur voru eftir af leiknum og þá stigu samherjar hennar upp og sáu til þess að Valur næði ekki að gera leikinn spennandi þó liðið reyndi framliggjandi vörn til að brjóta leikinn upp. Stella: Vorum grimmariStella ræðir hér við þjálfara Vals.mynd/vilhelm„Við vorum mun grimmari í þessum leik. Við mættum ákveðnar til leiks og mér fannst þetta vera öruggt allan leikinn. Vörnin var góð og markvarslan öflug í kjölfarið," sagði Stella eftir leikinn en hún segist fullviss um að hún verði búin að jafna sig af krampanum sem hélt henni utan vallar síðustu mínútur leiksins. „Við ætluðum að mæta ákveðnar til leiks því við lentum 6-1 undir gegn þeim síðast. Við vorum ákveðnar í að byrja leikinn vel og það skilaði sér. Það er líka erfitt að vera að elta og því var mikilvægt að byrja svona vel. Það er líka mikilvægt fyrir sjálfstraustið að ná fyrsta sigrinum hérna, „Munurinn fór minnst niður í þrjú mörk og það kom aldrei nein hræðsla í liðið. Við náðum alltaf að halda okkar striki og spila okkar leik. Þetta gekk mjög fínt," sagði Stella sem segir sigurinn fylla liðið sjálfstrausti. „Það er alltaf talað um Val sem betra liðið en núna vitum við að við getum unnið þær en við vitum líka að við þurfum allar að eiga góðan leik til að sigra þær. Þegar við töpuðum fyrir þeim í deildinni þá var hugarfarið ekki rétt stillt hjá okkur. Við gerðum mikið af klaufa mistökum sem okkur tókst að halda í lágmarki í kvöld. Þetta var frábær leikur frá fyrstu mínútu," sagði Stella að lokum. Einar: Byrjunin kveikti í okkurmynd/vilhelm„Við sýndum það frá fyrstu mínútu að við ætluðum okkur þetta. Við vorum mjög grimmar og spiluðum þaðan sem frá var horfið gegn ÍBV og jafnvel bætt aðeins í. Þetta var virkilega flottur sigur," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. „Við erum að spila gegn frábæru liði og að leggja þær að velli hér í Vodafone höllinni finnst mér vera stórkostlegur árangur. Við vorum mjög heilsteyptar í lokin. „Við fögnum þessu í 15 mínútur og þegar við göngum út úr húsinu þá þurfa leikmenn að fara að einbeita sér að næsta verkefni og ná líkama og sál í lag fyrir næsta leik. „Það var óvenju sjaldan sem það var stöngin út í dag hjá okkur. Mér fannst vörnin mjög góð lengst af og við byrjum vel. Við höfum ekki byrjað vel í leikjunum tveimur hér í vetur sem við töpuðum. Það gaf okkur aukið sjálfstraust. Byrjunin kveikti í okkur," sagði Einar. Stefán: Ætlum ekki að tapa fleiri leikjummynd/vilhelm„Við náðum okkur aldrei á strik og töpuðum gegn miklu betra liði hér í kvöld," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í kvöld. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn. Við reyndum þrjú afbrigði sem ekkert gekk. Þar að leiðandi var markvarslan ekki góð. Sóknarleikurinn var mjög dapur og við fengum engin hraðaupphlaup. Seinni bylgjan var léleg, heilt yfir þá spiluðum við illa. „Fram spilaði mjög vel og ef annað liðið spilar mjög vel og við svörum ekki þá fer þetta svona," sagði Stefán sem gaf ekki mikið fyrir að Fram hungri meira í titilinn eftir að hafa horft á Val fagna tvö síðustu árin. „Það er mikið hungur í okkur að ná þessum titli en maður spilar ekki alla leiki vel og við spiluðum því miður ekki vel í þessum leik og töpuðum. „Við þurfum að fara yfir þetta því það eru allt of margir hlutir í ólagi. Það skrifast á mig því leikmenn lögðu sig virkilega fram og ég þarf að líta í eigin barm og finna svör við þessu. Það eru margir leikmenn sem ná sér ekki á strik en við töpum sem lið og ég ber ábyrgð á þessu. Leikmennirnir reyndu en það gekk ekki. „Við höfum ekki tapað mörgum leikjum og ætlum ekki að tapa fleiri leikjum í þessu einvígi. Við ætlum að vinna þetta einvígi og vinna á föstudaginn en til þess að það gerist þarf margt að breytast," sagði Stefán að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira